1845
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1845 (MDCCCXLV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Alþingi endurreist í Reykjavík. Fyrsti fundur þess haldinn á sal hins nýja húss lærða skólans.
- 2. september - Heklugos hefst og stendur fram á vor. Öskufall til austsuðausturs.
- Austurrísk kona, Ida Pfeiffer ferðaðist um landið. Hún er talin hafa klifið Heklu fyrst kvenna, ritaði ferðasögu, af Íslendingum hafði hún að segja að þeir væru latir, ágjarnir og sóðar.[1]
Fædd
- 2. febrúar - Torfhildur Hólm, íslenskur rithöfundur (d. 1918)
Dáin
- 26. maí - Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðingur, skáld og einn Fjölnismanna (f. 1807).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 29. janúar - Hrafninn, söguljóð eftir bandaríska skáldið Edgar Allan Poe kom út.
- 28. febrúar - Bandaríkin innlimuðu Lýðveldið Texas.
- 3. mars - Flórída varð 27. ríki Bandaríkjanna.
- 4. mars - James K. Polk varð 11. forseti Bandaríkjanna.
- 11. mars - Nýsjálenska stríðið hófst: Maórar gegn breskum landnemum.
- 7. apríl - Jarðskjálfti varð í Mexíkóborg.
- 10. apríl - Mikill eldsvoði eyðilagði borgina Pittsburgh.
- 9. september - Hallærið mikla, hungursneyð hófst á Írlandi vegna kartöflumyglu.
- 27. desember - Deyfing var notuð í fæðingu í fyrsta sinn.
- 29. desember - Texas varð 28. fylki Bandaríkjanna.
Fædd
- 27. mars - Wilhelm Conrad Röntgen, þýskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1923).
- 24. apríl - Carl Spitteler, svissneskt ljóðskáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1924).
- 12. maí – Gabriel Fauré, franskt tónskáld (d. 1924).
- 16. maí - Ilja Métsjníkoff, úkraínskur örverufræðingur og handhafi Nóbelsverðlaunanna í lífeðlisfræði (d. 1916).
Dáin
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Íslandsferð Idu Pfeiffer 1845[óvirkur tengill] Penninn.is