Fara í innihald

Ida Pfeiffer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ida Pfeiffer.
Mynd af Heklu á bls. 169 út bók Idu Visit to Iceland and the Scandinavian North.
Forsíða á bók frá 1853
Mynd úr bók frá 1853 af Geysi.

Ida Laura Pfeiffer (14. október 179727. október 1858) var austurískur landkönnuður, ferðabókahöfundur og mannfræðingur. Hún var ein af fyrstu kvenkyns ferðabókahöfundum og bækur hennar urðu afar vinsælar og voru þýddar á sjö tungumál. Ida ferðaðist um 32.000 km á landi og 240.000 km á sjó gegnum Suðaustur-Asíu, Suður-Ameríku, Austurlönd nær og Afríku og fór tvisvar sinnum umhverfis jörðina frá 1846 til 1855. Hún var félagsmaður í landafræðifélögum í bæði Berlín og París, en beiðni hennar um inngöngu í Royal Geographical Society í London var hafnað, því þar var bann við að kjósa konur inn í félagið allt til ársins 1913.

Ida Pfeiffer kom til Íslands árið 1845 og skrifaði um ferð sína til landsins.[1] [2] Talið er að hún hafi tekið eina af fyrstu ljósmyndum sem teknar voru á Íslandi. Bókin Íslandsferð Idu Pfeiffer 1845 kom út á Íslandi árið 2022 hjá Forlaginu. Guðmundur J. Guðmundsson þýddi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Pfeiffer, Ida (2008). A journey to Iceland and travels in Sweden and Norway. Charlotte Fenimore Cooper. Whitefish, MT.: Kessinger. ISBN 0-548-85876-4. OCLC 937991268.
  2. Visit to Iceland and the Scandinavian North by Ida Pfeiffer (ebook Project Gutenberg)