Uppstigningardagur
Útlit
Uppstigningardagur (upprisudagur eða uppstigudagur) er fimmtudagur 40 dögum eftir páska. Hann er helgidagur kristinna til minningar um himnaför Jesú. Á ári aldraðra 1982 var uppstigningardagurinn valinn kirkjudagur aldraðra á Íslandi í samráði við Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar.
Á uppstigningardag, tíu dögum fyrir hvítasunnu samkvæmt Biblíunni, var Drottinn „upp numinn til himins" að lærisveinunum ásjáandi og „ský huldi hann sjónum þeirra“. Síðan stendur:
- „Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: „Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“
Uppstigningardagur á næstu árum
[breyta | breyta frumkóða]- 2023 - 18. maí
- 2024 - 9. maí
- 2025 - 29. maí
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvað gerðist á uppstigningardaginn?“. Vísindavefurinn.
- Uppstigning; grein í Morgunblaðinu 1961
- Uppstigning Krists og mannkynssagan; grein í Alþýðublaðinu 1959
- Dagur aldraðra; grein í Morgunblaðinu 2002
breyta | Kristnar hátíðir | ||
Aðventa | Jól | Pálmasunnudagur | Dymbilvika | Páskar | Uppstigningardagur | Hvítasunnudagur | Allraheilagramessa |