Fara í innihald

Uppstigningardagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Uppstigning Krists eftir Il Garofalo frá árinu 1520

Uppstigningardagur (upprisudagur eða uppstigudagur) er fimmtudagur 40 dögum eftir páska. Hann er helgidagur kristinna til minningar um himnaför Jesú. Á ári aldraðra 1982 var uppstigningardagurinn valinn kirkjudagur aldraðra á Íslandi í samráði við Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar.

Á uppstigningardag, tíu dögum fyrir hvítasunnu samkvæmt Biblíunni, var Drottinn „upp numinn til himins" að lærisveinunum ásjáandi og „ský huldi hann sjónum þeirra“. Síðan stendur:

„Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: „Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“

Uppstigningardagur á næstu árum[breyta | breyta frumkóða]

  • 2023 - 18. maí
  • 2024 - 9. maí
  • 2025 - 29. maí

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað gerðist á uppstigningardaginn?“. Vísindavefurinn.
  • Uppstigning; grein í Morgunblaðinu 1961
  • Uppstigning Krists og mannkynssagan; grein í Alþýðublaðinu 1959
  • Dagur aldraðra; grein í Morgunblaðinu 2002


breyta Kristnar hátíðir

Aðventa | Jól | Pálmasunnudagur | Dymbilvika | Páskar | Uppstigningardagur | Hvítasunnudagur | Allraheilagramessa