Fara í innihald

Guillaume François Antoine l'Hôpital

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guillaume de l'Hôpital

Guillaume François Antoine, Marquis de l'Hôpital (16611704) var franskur stærðfræðingur. Hann skrifaði fyrstu kennslubókina um diffrun og örsmæðareikning og var hún ásamt annarri sem hann skrifaði um hnitarúmfræði (analytic geometry) notuð til kennslu í heila öld, eða lungann úr 18. öldinni. Í fyrri bókinni er regla l'Hôpitals, sem vitað er að er komin frá Johann Bernoulli (Jean Bernoulli), en hann sendi greifanum ýmsar uppgötvanir sínar í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning.