Fara í innihald

Fóstbræðra saga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þorgeir Hávarsson)

Fóstbræðra saga var lengi vel talin ein af elstu Íslendingasögunum, en núna er hún almennt talin vera með þeim yngri og skrifuð í lok 13. aldar. Til eru margar afritanir af sögunni, eins og í Hauksbók, Möðruvallabók og Flateyjarbók, en í þeirri síðastnefndu er henni skeytt inn í Ólafs sögu helga.

Sagan er ólík öðrum Íslendingasögum, og aðallega vegna frásögutækni höfundarins. Höfundar flestra Íslendingasagna taka nær aldrei beina afstöðu til sögunnar, en í Fóstbræðrasögu talar höfundurinn oft með beinum hætti til lesandans.

Halldór Laxness byggði söguna Gerplu á Fóstbræðrasögu.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Sagan fjallar að mestum hluta um fóstbræðurna Þormóð Bersason (kallaður Kolbrúnarskáld) og Þorgeir Hávarsson. Þeir eru afar ólíkir að eðlisfari, en þeir ólust upp saman og eru hvorirtveggja heillaðir af vopnaburði. Þorgeir er vígamaðurinn en Þormóður er flóknari persóna, vígamaður, kvennamaður og skáld og maður sem á auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum.

Fátt eitt úr sögunni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hin fleyga setning að einhver „liggi vel við höggi“ kemur úr Flateyjarbókarhluta Fóstbræðrasögu. Í sögunni sjálfri er þó ekki talað um að einhver liggi vel við höggi heldur að sauðamaður hafi staðið svo vel til höggsins. En kaflinn er þannig í sögunni sjálfri:
Þorgeir hafði riðið undan suður og er hann kom til Hvassafells stóðu þar menn úti. Sauðamaður var þá heim kominn frá fé sínu og stóð þar í túninu og studdist fram á staf sinn og talaði við aðra menn. Stafurinn var lágur en maðurinn móður og var hann nokkuð bjúgur, steyldur á hæli og lengdi hálsinn. En er Þorgeir sá það reiddi hann upp öxina og lét detta á hálsinn. Öxin beit vel og fauk af höfuðið og kom víðsfjarri niður. Þorgeir reið síðan í brott en þeim féllust öllum hendur er í túninu höfðu verið. Litlu síðar komu þeir frændur eftir. Voru þeim þá sögð þessi tíðindi og þótti þeim þetta eigi hafa vel til borið. Er svo sagt að þeir frændur bættu víg þetta fyrir Þorgeir. Riðu þeir síðan til móts við Þorgeir. Hann fagnar þeim vel. Þeir spurðu hví Þorgeir hefði þetta víg vegið eða hvað Þorgeir fyndi til um mann þenna. Þorgeir svarar: "Eigi hafði hann nokkurar sakar til móts við mig en hitt var satt að eg mátti eigi við bindast er hann stóð svo vel til höggsins."
 
— úr Fóstbræðra sögu
  Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.