Þjóðhagfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðhagfræði er hluti af hagfræði. Öfugt við rekstrarhagfræði vinnur hún með heildarstærðir. Það þýðir að hegðun hagkerfisins í heild sinni er rannsökuð, til dæmis þegar heildartekjur, atvinnuhlutfallið, verðbólgan eða hagsveiflan breytast. Markmiðið er að finna skýringar á þessum breytingum og þær stærðir sem hafa áhrif og lýsa tengslum þar á milli.

Aðalatriði í þjóðhagfræðikenningum er hlutverk ríkisins. Ákveðin hugsjón um hlutverk þess í hagkerfinu er studd með kenningu og síðan krafist ákveðinnar hagstjórnar. Ríkisstjórnir reyna að breyta þeim stærðum sem ex-post eru taldar hafa þau áhrif, sem sóst er eftir. Til greina koma breytingar á sköttum, vöxtum eða ríkisneyslu til að ná ákveðnum pólitískum markmiðum eins og stöðugu verðlagi, fullri atvinnu eða hagvexti. Það er þess vegna sem hagnýtar kennitölur eru gríðarlega mikilvægar í pólitískri umræðu og auk þess eru þær metnar sem mælikvarði á gæði stjórnarinnar í kosningabaráttu.

Saga þjóðhagfræðinnar[breyta | breyta frumkóða]

Tíminn fram að alræðisstjórninni[breyta | breyta frumkóða]

Einstakir spekingar, lög- og fjármálafræðimenn og ekki síst guðfræðingar úr fornöldinni eða miðöldum miðluðu ýmsum hugmyndum um hagnýta hegðun. Það hefur þó ekki verið margt um akademíska umræðu í nútímalegum skilningi þegar um þróun hagnýtra kenninga er að ræða. Meðal frumkvöðla fornaldarhagfræðinga má telja Xenophon, Platon og Aristóteles. Frá miðöldum og tíma upplýsingarstefnunnar má nefna Thomas Morus, Thomas Hobbes, John Locke og Gottfried Wilhelm Leibniz.

Milli kaupauðgisstefnu og gullalda[breyta | breyta frumkóða]

Á tíma alræðisstjórnarinnar þróaðist í Frakklandi, Ítalíu og Bretlandi ákveðin hugsjón um hagstjórn sem var að vísu engin kenning í heild en heldur einhvers konar samansafn. Hugmyndirnar voru nákvæmari en áður fyrr. Þjóðverjar þróuðu sérútgáfu af kaupauðgisstefnu sem nefnast kameralísmi. Gríðarleg inngrip ríkisstjórnarinnar í hagkerfinu einkenna kaupauðgisstefnu og leiddu í Frakklandi til hnignunar landbúnaðarins. Sem svar við þessari þróun krafðist François læknir Quesnay laissez-faire-stefnu í kenningu sinni. Hún birtist 1758 í bókinni hans Tableau économique þar sem hann kynnti hagkerfi sem skapað er í hringrás. Þessi hugsjón er seinna kölluð physiokratismi og er talinn fyrsti fræðilegi áfanginn í efnahagsmálum.

Í Bretlandi varð þessari kenningu vel tekið og hún þróuð á félagslegt stig sem þá bar nafnið klassísk þjóðhagfræði. Adam Smith, David Ricardo og John Stuart Mill eru oft nefndir mikilvægustu fulltrúar þess skóla. Í andstæðu við physiokratana kröfðust þeir takmarkaðrar hagstjórnar frá ríkinu til að sporna við vanþróun.

Milli gullaldar og Keynes[breyta | breyta frumkóða]

Athygli hagfræðinganna beindist að hagnaðardreifingunni meðan iðnvæðingin stóð yfir. Því á meðan að á henni stóð mögnuðust félagslegar andstæður í borgunum og ný fræði voru þróuð: jafnaðarstefnan og marxismi. Þessar stefnur lögðu áherslu á stjórn hagkerfisins og kröfðust sameignar framleiðsluþátta. Mikilvægustu talsmenn voru meðal annarra Robert Owen, Charles Fourier og Karl Marx. Á sama tíma kom til skjalanna historismi sem fræðimenn eins og Friedrich List og Gustav von Schmoller hafa þróað undir áhrifum nýrra gróandi þjóðlegra tilfinninga. Þeir kröfðust þess að ríkisstjórnin beitti aðferðum til að vernda hagsmuni innlendra og auk þess að tilveran yrði rannsökuð í stað þess að beita fljótfærnislegri alhæfingu.

í lok 19. aldar myndaðist jaðarnytjarskólinn undir áhrifum hagfræðinga eins og William Stanley Jevons, Carl Menger og Léon Walras. Hér komu fyrst fram rekstrarhagfræðilegar stefnur sem fjölluðu um hagnýta skoðun einstaklings og framboðs- og eftirspurnarlínur. Síðan eru aðferðafræðileg vandamál jafngildur hluti hagfræðinnar og spurningar um innihald fræðigreinarinnar eða reglugerðastefnu (hér má líta á lögmál nytjahyggjunnar). Alfred Marshall þróaði undir áhrifum jaðarnytjarskólans klassíku þjóðhagfræðina til ný-klassíku þjóðhagfræðinnar. Hann tengdi einstaklingsbundin sjónarmiðið jaðarnytjarskólans við hinar hlutlægu kenningar klassíku fræðinnar. Árangurinn ber nafnið ný-klassík jafnvægisgreining.

Á þriðja og fjórða áratug 20. aldar skall heimskreppan á með gífurlegt atvinnuleysi. Kenningarnar sem þangað til höfðu verið þróuð gátu hvorki skýrt ástandið né gefa athafnaráð gegn þess nema hin austurríska skóla. En að snúa frá íhlutunarstefnuni sem fulltrúa þess kröfðust var ekki framkvæmdalegt á þeim tíma.

Keynes til í dag[breyta | breyta frumkóða]

Í nýrri kenningu gaf John Maynard Keynes ríkisstjórnum rök fyrir virk hagstjórn til að leiða úr kreppunni. Í pólitískri andstöðu keynesisma stendur Chicago-skólinn sem bjó til nýfrjálshyggjuna á grundvelli frjálslyndisstefnunnar. Ordóliberalisminn er þróaður úr ný-frjálshyggju og er í sjálfum sér rótin hins félagslegu markaðskerfi. Í sjötta áratugnum stofnaði Milton Friedman peningamagnshyggju. Nýrri og lítið þekktir hugmyndaskólar eru debitismi, frjálst markaðskerfi, framþróunarhagfræði og ný stofnarhagfræði.

Efni þjóðhagfræðinnar[breyta | breyta frumkóða]

Skammtímahorfur[breyta | breyta frumkóða]

Í skammtímahorf myndist markaðsjöfnun með því að framboð og eftirspurn eins afurðar er í samræmi. En mismunandi eru skoðarnir um leiðina til þess jafnvægis: Annars vegar kennir Keynesianisminn eftirspurnina um ákveðin framboð. Hins vegar telur lögmálið Says að hvert framboð skapar sín eftirspurn.

Hin grundvallarhringrás milli heimila og fyrirtækja

Hægt er að túlka þjóðhagkerfið sem efnahagshringrás. Í sínu einfaldasta formi eru tveir markaðsaðilar: einkaheimilin og fyrirtækin. Heimilin nýta framleiddan afurð og bjóða fyrirtækjum upp á vinnuafl. Því á móti er peningahringrás; heimilin græða vinnulaun og fyrirtækin hagnast á sölu afurða.

Auk heimila og fyrirtækja koma þrír aðilar til greina: hið opinbera, peningamarkaðurinn og utanríkisviðskiptin.

Þá flæða vinnulaunin heimila ekki til fyrirtækja að fullu, heldur fer hluti í þessa aukasvið. Þau teljast að vera skattur ríkisins, sparnaður á peningamarkaði og neysla innfluttrar vöru. En auk hagnaðar af sölu afurða til heimila, flæða peningar til fyrirtækja úr sömu aukasviðum. Ef ríkið veitir fjárstyrk eða eflir eftirspurn á peningamarkaðinum, eru fjárfestingar fjármagnaðar og síðan seljast afurðir til útlanda.

eða

Allar frádregnir eða viðbættar fjárhæðir þurfa að jafnast út:

Sem þýðir:

  • savings: sparnaður
  • investment: fjárfesting
  • taxes: skattur
  • government spending: ríkisútgjöld
  • import: innflutingur
  • export: útflutningur

Upplýsingar um raunverulegu upphæðir veita reikningar þjóðarbókhaldsins eða þjóðhagsreikningar. Hér eru borin saman allar efnahagsfærslur í þjóðhagkerfinu (innanlandsreikningur) í ákveðin tímabil, eða erlend viðskiptin (utanlandsreikningur). Þessir ex-post-gögn eru grundvöllur fyrir greiningar og spádóm.

John Hicks þróaði IS-LM-líkanið með því að bæta eftirspurn um fjármagn og peningamarkaðinn. Tengjandi breytistærðin er vöxturinn. Þetta líkan er eitt það mikilvægasta í þjóðahagfræðinni og lýsir hegðun efnahagskerfisins í skamman tíma mjög vel.

Millihorfur[breyta | breyta frumkóða]

Í þessu viðhorf er atvinnumarkaðurinn bættur við með framboð og eftirspurn þannig að verðlagið og launin eru breytileg. Enn það er munur milli þess og annarrar markaða, því eftirspurn eftir vinnuafli er tengd framboði afurða. Launakostnaðurinn er hér breytistærð sem tengir vinnuframboð og -eftirspurn. Launin eru þar að auki líka tengd ástandinu á vinnumarkaðinum: mikið atvinnuleysi leiðir til lækkandi launa, hins vegar hækka launin við fulla atvinnu.

Phillips-ferlið er líkan sem lýsir samhengi milli verðlags eða launa og atvinnuleysis. 1958 sá enski töl- og hagfræðingurinn Alban William Housego Phillips neikvætt samhengi milli þessara stærða í Bretlandi. Síðan hefur líkaninu verið nokkrum sinnum breytt og það endurbætt.

Langtímahorfur[breyta | breyta frumkóða]

Um langt skeið hafa þjóðahagfræðimenn rannsakað hagsveiflurnar (= heildarástandið) í hagkerfinu. Hagsveiflan er breytileg og fylgir oft þessari röð: bati, góðæri, samdráttur og kreppa. Þessa breytingar verða til og aukast með margföldurum og hröðulum.

Vandamál[breyta | breyta frumkóða]

Efnahagsstefna[breyta | breyta frumkóða]

Mikilvæg hugtök í þjóðhagfræði[breyta | breyta frumkóða]

heildarstærð -- peningamagn -- hin klassíska tvískipting -– þjóðarfjárlög -- ríkisskuldir -- launa- og verðbreyting -- verðhjöðnun -- verg landsframleiðsla -- hagstjórn -- andsveiflufjármálastefna -- atvinnumarkaðslíkan -- sjálfvirkur sveiflujafnari -- þjóðhagsveifla -- CES-framleiðslufall -- peningaeftirspurn -- Gini-stuðull -- Hollensku veikindin -- Kondratjew-sveifla -- Mundell-Fleming-líkan -- sparnaður hins opinbera -- lögmál Okuns -- möguleg þjóðarframleiðsla -- sveiflufylgjandi efnahagsráðstefna -- sparnaðarhlutfall

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Gylfi Þ. Gíslason. Þjóðhagfræði. Iðunn, 1981.