Rekstrarhagfræði
Rekstrarhagfræði er sá hluti hagfræðinnar sem fjallar um hegðun einstaklinga og fyrirtækja við ákvarðanir varðandi úthlutun auðlinda við ríkjandi skort, og áhrifin þeirra á milli.[1][2][3] Rekstrarhagfræðin leggur áherslu á rannsóknir á stökum markaði, geira eða iðnaði, í samanburði við hagkerfið í heild (sem er viðfangsefni þjóðhagfræðinnar).
Eitt af markmiðum rekstrarhagfræði er að greina markaðsferlin sem koma við ákvarðanir á jafnvægisverði vara og þjónustu, en einnig hvernig auðlindum er úthlutað við ríkjandi skort. Samkvæmt rekstrarhagfræðinni eru skilyrðin þau að frjáls markaður leiði til æskilegrar úthlutunar.[4] Reikstrarhagfræðin fjallar einnig um markaðsbresti, en það er þegar markaðir eru óskilvirkir og ná ekki að þjóna tilgangi sínum.
Á meðan rekstrarhagfræði leggur áherslu á fyrirtæki og einstaklinga, leggur þjóðhagfræði áherslu heildarsamhengið í hagkerfinu, þ.e. vextir, verðbólga og atvinnuleysi - og þær stefnur sem tengist þessum málum.[3] Rekstrarhagfræðin fjallar einnig um áhrif efnahagsstefnu stjórnvalda (svo sem breytingar á skattlagningu) á rekstrarhagfræðilega hegðun og þar með á áðurnefnda þætti hagkerfisins.[5] Í kjölfar gagnrýni Lucasar hefur stór hluti af nútíma þjóðhagfræðikenningum byggst á grunni smástiga, þ.e. byggt á grunnforsendum um hegðun einstaklinga og fyrirtækja á smáskala.
Forsendur og skilgreiningar
[breyta | breyta frumkóða]Í gegnum tíðina hefur rekstrarhagfræði fylgt kenningunni um jafnvægi (e. equilibrium), sem var þróuð af Léon Walras í bókinni Elements of Pure Economics (1874) og hlutjafnvægiskenningu, sem kynnt var af Alfred Marshall í Principles of Economics (1890).[6]
Rannsóknir í rekstrarhagfræði byggjast iðulega á rannsóknum á "hinum skinsama einstaklingi" sem reyir að hámarka nytjar sínar. Í augum hagfræðinga þýðir skynsemi að hver einstaklingur hafi stöðuga, en jafnframt valfrjálsa forgangsröðun fyrir hverja ákvörðun sem hann tekur.
Sú tilgáta um að forgangsröðun einstaklingsing nái yfir allar mögulegar ákvarðanir (sé samfelld) er nauðsynleg forsenda nytjafallsins. Þótt rekstrarhagfræðilegar kenningar geti haldið án þessarar forsendu, myndi hún gera jafnvægisgreiningu ómögulega, þar sem það er engin trygging fyrir því að nytjafallið væri diffranlegt.
Kenningin um framboð og eftirspurn gerir venjulega ráð fyrir að á markaði sé fullkomin samkeppni. Þetta gefur til kynna að það séu margir kaupendur og seljendur á markaðnum og að enginn þeirra hafi getu til að hafa veruleg áhrif á verð á vörum og þjónustu. Í raunveruleikanum bregst þessi tilgáta oft vegna þess að ákveðnir einstaklingar eða seljendur hafa getu til að hafa áhrif á verð. Mjög oft er þörf á flóknari greiningu til að geta skilið jöfnu í góðu framboðs/eftispurnar líkani. Hins vegar á kenningin vel við í aðstæðum sem uppfylla þessar forsendur.
Eftirspurn einstaklinga eftir vörum og þjónustu á markaði er almennt talin vera afleiðing nytjahámörkunar, þar sem hver einstaklingur reynir að hámarka eigin nytjar út frá eigin tekjum og neyslumynstri.
Ráðstöfun takmarkaðra gæða
[breyta | breyta frumkóða]Einstaklingar og fyrirtæki þurfa að úthluta takmörkuðum gæðum til að tryggja velferð allra aðila í hagkerfinu. Fyrirtæki ákveða hvaða vörur og þjónustu þau framleiða með því að íhuga kostnað við vinnuafl, hráefni og fjármagn, og hvort hagnaður sé mögulegur. Neytendur velja vöru og þjónustu sem mun hámarka hamingju þeirra (nytjar) með tilliti til takmarkaðs fjár. Ríkisstjórnir geta tekið ákvarðanir um úthlutun þessa, leyft henni að ákvarðast af neytendum og fyrirtækjum. Dæmi um þetta eru Sovétríkin, þar sem ríkisstjórnin sagði bílframleiðendum hvaða bíla þeir ættu að framleiða, og síðan hvaða neytendur fengju aðgang að bíl.[7]
Rekstarhagfræðikenningar
[breyta | breyta frumkóða]Eftirspurnarkenningin
[breyta | breyta frumkóða]Eftirspurnarkenningin tengir saman val neytenda við neyslu á bæði vörum og þjónustu við útgjaldahliðina. Sambandið á milli neytendavals og neysluútgjalda er notað til að setja upp eftirspurnarfall hans. Tengslin milli einstaklingsbundns vals, neyslu og eftirspurnarferilsins eru eitt mest rannsakaða fyrirbærið í hagfræði. Hægt er að greina hvernig neytendur geta náð jafnvægi milli valkostanna sem þeir standa frammi fyrir og útgjalda, með því að hámarka nytjar sínar með tilliti til takmarkaða tekna.
Framleiðslukenningin
[breyta | breyta frumkóða]Framleiðslukenningin fjallar um á framleiðslu, eða m.ö.o. það ferli sem felst í því að breyta hráefni í vöru.[8] Við framleiðslu eru notaðar auðlindir til að búa til fullunna vöru eða þjónustu, til að nota, gefa eða skipta. Fremleiðsluferlið getur falið í sér framleiðslu, geymslu, sendingu og pökkun. Sumir hagfræðingar skilgreina framleiðslu almennt sem alla efnahagslega starfsemi aðra en neyslu.
Fastur og breytilegur kostnaður
[breyta | breyta frumkóða]- Fastur kostnaður (FC) - Þessi kostnaður breytist ekki með framleiðslumagni. Það felur í sér viðskiptakostnað eins og leigu, laun og tækjakostnað.
- Breytilegur kostnaður (VC) - Þessi kostnaður breytist eftir því sem framleiðsla breytist. Þetta felur í sér kostnað við hráefni, sendingarkostnað og framleiðslubirgðir.
Til skemmri tíma litið (fáir mánuðir) er flestur kostnaður fastur þar sem fyrirtækið þarf að greiða laun, flutningskostnað og hráefni sem notað er til að framleiða ýmsar vörur. Til lengri tíma litið (2-3 ár) er hægt að líta á þennan sama kostnað sem breytilegan. Fyrirtæki geta ákveðið að draga úr framleiðslu, kaupa minna hráefni og jafnvel selja nokkrar vélar. Á 10 árum verður flestir kostnaður breytilegur þar sem starfsmenn geta verið reknir eða nýjar vélar geta verið keyptar til að skipta um gamla vélar. [9]
Horfinn kostnaður (e. sunk cost) - Þetta er fastur kostnaður sem hefur þegar verið greiddur og ekki er hægt að endurheimta. Dæmi um þetta getur verið rannsóknarkostnaður lyfjaframleiðslu, þar sem hundruðum milljóna er varið við þróun á nýjum lyfjum, sem misheppnast síðan. Þetta er dæmi um horfinn kostnað. [10]
Fórnarkostnaður
[breyta | breyta frumkóða]Fórnarkostnaður er andvirði þess sem er næstbest að gera í staðinn. Fórnarkostnaður er einungis háður virði þess sem er næstbest að gera.
Rekstrarhagfræðilíkön
[breyta | breyta frumkóða]Framleiðsla og eftirspurn
[breyta | breyta frumkóða]Framleiðsla og eftirspurn er hagfræðilíkan sem útskýrir verðákvörðun á markaði þar sem fullkomin samkeppni ríkir. Í meginatriðum er sú ályktun dregin að magn eftirspurnar eftir tiltekinni vöru við jafnvægisverð, jafngildi magni framboðsmagni frá framleiðendum. Til að þetta standist verður markaður að vera:
- Með fullkomna samkeppni
- Án ytri áhrifa/íhlutana
- Án einingaskatts
- Án verðlagsaðhalds
Lögmál eftirspurnar segir að almennt sé verð og magn sem krafist er á tilteknum markaði speglað. Það er, því hærra verð sem verð er á vöru, því minna af henni er fólk tilbúið til að kaupa (að öllu öðru óbreyttu). Þegar verð á vöru lækkar, munu neytendur velja vöruna fram yfir hlutfallslega dýrari vörumr (skiptaáhrif). Auk þess veldur verðlækkunin aukningu í kaupmætti (tekjuáhrif). Aðrir þættir geta haft áhrif á eftirspurn, til dæmis mun aukning á tekjum hliðra eftirspurnarferlinum út á við (fyrir venjulegar vörur), eins og á myndinni. Allir ákvarðanir eru fyrst og fremst teknar sem fastir þættir í framboði og eftirspurn.
Markaðsjafnvægi á sér stað þegar framleiðslumagn vöru er jafnt magni eftirspurnar (þar sem framboðs- og eftirspurnarferlarnir skerast á myndinni hér til hliðar ofan). Við verð undir jafnvægisverði er skortur á framleiðslumagni miðað við eftirspurn. Þetta mun að lokum valda verðhækkun á markaði. Þegar verð er yfir jafnvægisverði er umframframleiðslumagn miðað við magn eftirspurnar. Þetta ýtir verðinu niður. Framboðs- og eftirspurnarlíkanið spáir því að fyrir gefin framboðs- og eftirspurnarföll, muni verð og magn leitast eftir að ná jafnvægi.
Markaðsgerðir
[breyta | breyta frumkóða]Markaðsgerð vísar til eiginleika markaðar, þar á meðal fjölda fyrirtækja á honum, dreifingu markaðshlutdeildar á milli fyrirtækjanna, einsleitni vöru milli fyrirtækja, hversu auðvelt það er fyrir fyrirtæki að komast inn og út af markaðinum og samkeppnisform.[11][12]
Samkeppni virkar eins og eftirlitskerfi fyrir markaði, þar sem stjórnvöld geta sett reglugerðir þar sem ekki er hægt að búast við að markaðurinn geti stjórnað sjálfum sér. Reglugerðir hjálpa til við að draga úr neikvæðum ytri áhrifum þegar jafnvægi á seljenda á markaðnum passar ekki við jafnvægi samfélagsins. Eitt dæmi um þetta eru byggingarreglugerðir, en búast mætti við því að á frjálsum markaði væri vinnustaðaöryggi verulega ábótavant, þar sem enginn þrýstingur væri á fyrirtækin til að tryggja það, vegna þess kostnaðar sem því fylgir (með tilheyrandi áhrifum á hagnað).
Fullkomin samkeppni
[breyta | breyta frumkóða]Fullkomin samkeppni er ástand þar sem mörg lítil fyrirtæki sem framleiða sömu vörur keppa sín á milli í tiltekinni atvinnugrein. Fullkominn samkeppni leiðir til þess að fyrirtækin framleiða kjörmagn við lægsta mögulega kostnað á einingu. Fyrirtæki í fullkominni samkeppni eru "verðþolar" (þau hafa ekki nægt vald á markaðnum til að hækka verð á vörum sínum eða þjónustu). Gott dæmi um þetta væri netmarkaður, svo sem eBay, þar sem margir mismunandi seljendur selja svipaðar vörur til margra mismunandi kaupenda. Neytendur á markaði með fullkomna samkeppni hafa fullkomna þekkingu á vörum sem eru seldar á markaðnum.
Ófullkomin samkeppni
[breyta | breyta frumkóða]Ófullkominn samkeppni er markaðsgerð sem hefur suma (en ekki alla) eiginleika samkeppnishæfra markaða. Í fullkominni samkeppni er ekki hægt að ná valdi á markaðnum vegna fjölda framleiðenda, sem veldur mikilli samkeppni. Þess vegna jafngildir verð jaðarkostnaði við þær aðstæður. Við einokun er markaðsvaldið í höndum staks fyrirtækis, sem leiðir til þess að verð eru hærri en kostnaðarverð.[13] Á milli þessara tveggja markaðsgerða eru fyrirtæki sem starfa hvorki við fullkomna samkeppni né einokun. Fyrirtæki eins og Pepsi og Coke og Sony, Nintendo og Microsoft stjórna kóla- og tölvuleikjabransanum. Þessi fyrirtæki starfa við ófullkomna samkeppni.[14]
Einkasölusamkeppni
[breyta | breyta frumkóða]Einkasölusamkeppni er ástand þar sem mörg fyrirtæki með svipaðar en örlítið mismunandi vörur eiga í samkeppni. Framleiðslukostnaður er yfir því sem hægt er að ná við fullkomna samkeppni, en samfélagið nýtur góðs af vöruaðgreiningunni (úrvalinu). Dæmi um atvinnugreinar með slíka markaðsgerð eru veitingastaðir, fata-, skó- og þjónustuiðnaður í stórum borgum.
Einokun
[breyta | breyta frumkóða]Einokun er þegar markaði eða iðnaði er stjórnað af einum birgja tiltekinnar vöru eða þjónustu. Vegna þess að við einokun ríkir engin samkeppni, hafa seljendur tilhneigingu til að selja vörur og þjónustu á hærra verði og framleiða magn sem er undir félagslega besta framleiðslumagni. Hins vegar er ekki öll einokun slæm, sérstaklega í greinum þar sem mörg fyrirtæki myndu leiða til hærri kostnaðar en ávinnings (þ.e. náttúruleg einokun).[15][16]
- Náttúruleg einokun: Einokun í iðnaði þar sem einn framleiðandi getur framleitt vöru á lægri kostnaði en margir litlir framleiðendur.
Fákeppni
[breyta | breyta frumkóða]Fákeppni er markaðsgerð þar sem markaði eða iðnaði er stjórnað af litlum fjölda fyrirtækja (fákeppnismenn). Fákeppnisástand getur skapað hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í verðsamráði sem dregur úr samkeppni og leiðir til hærra verðs fyrir neytendur og minni heildarframleiðslu.[17] Dæmi um þetta er samráð íslensku olíufélaganna. Á hinn bóginn eru til dæmi um að fákeppni geti leitt til mikilar samkeppnishörku milli aðila[18]
- Tvíkeppni: Sérstök gerð fákeppni þar sem aðeins tvö fyrirtæki keppast á markaði. Leikjafræði er notuð til að útskýra hegðun fyrirtækja við fá- og tvíkeppni.[19]
Einkeypi
[breyta | breyta frumkóða]Einkeypi er markaður þar sem er aðeins einn kaupandi og margir seljendur.
Gagnkvæm einkasala
[breyta | breyta frumkóða]Gagnkvæm einkasala er markaður sem er sambland af bæði einokun (einn seljandi) og einokun (einn kaupandi).
Fákeypi
[breyta | breyta frumkóða]Fákeypi er markaður þar sem það eru fáir kaupendur og margir seljendur.
Leikjafræði
[breyta | breyta frumkóða]Leikjafræði er grein tengd stærðfræði og hagfræði sem notast við líkön til þess að spá fyrir um mögulega þróun innan lokaðs kerfis þar sem skilgreindir eru þátttakendur og tengdar breytur. Hugtakið "leikur" felur hér í sér þau samskipti sem eiga sér stað milli fólks.
Upplýsingahagfræði
[breyta | breyta frumkóða]Upplýsingahagfræði er grein af rekstrarhagfræði sem fjallar um hvernig upplýsingar og upplýsingakerfi hafa áhrif á hagkerfi og efnahagslegar ákvarðanir. Upplýsingar hafa þann sérstaka eiginleika að er auðvelt að búa þær til, en erfitt að treysta þeim. Það er auðvelt að dreifa þeim, en erfitt að stjórna þeim. Upplýsingar hafa gríðarleg áhrif á margar ákvarðanir.[20] Þessir eiginleikar (í samanburði eiginleika annarra vara) flækja margar staðlaðar hagfræðikenningar þegar kemur að því að fjalla um upplýsingar.[21] Upplýsingahagfræðin hefur því nýlega vakið áhuga margra - hugsanlega vegna aukinnar upplýsingamiðlunar innan tækniiðnaðarins.
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Social Studies Standards Glossary“. New Mexico Public Education Department. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2007. Sótt 22. febrúar 2008.
- ↑ Marchant, Mary A.; Snell, William M. „Macroeconomics and International Policy Terms“ (PDF). University of Kentucky. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 18. mars 2007. Sótt 4. maí 2007.
- ↑ 3,0 3,1 „Economics G|ossary“. Monroe County Women's Disability Network. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. febrúar 2008. Sótt 22. febrúar 2008.
- ↑ Salanié, Bernard (2000). Microeconomics of Market Failures (enska) (1st. útgáfa). Cambridge: MIT Press. ISBN 9780262528566.
- ↑ „Glossary“. ECON100. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. apríl 2006. Sótt 22. febrúar 2008.
- ↑ Kriesler, Peter (2016), Halevi, Joseph; Harcourt, G. C.; Kriesler, Peter; Nevile, J. W. (ritstjórar), „Partial Equilibrium Analysis“, Post-Keynesian Essays from Down Under Volume IV: Essays on Theory: Theory and Policy in an Historical Context (enska), London: Palgrave Macmillan UK, bls. 33–37, doi:10.1057/978-1-137-47529-9_4, ISBN 978-1-137-47529-9, sótt 30. júlí 2023
- ↑ Perloff, Jeffrey M. (2018). Microeconomics (8th. útgáfa). New York. ISBN 978-1292215693.
- ↑ Sickles, R., & Zelenyuk, V. (2019). Measurement of Productivity and Efficiency: Theory and Practice. Cambridge: Cambridge University Press. doi:10.1017/9781139565981
- ↑ „Principles of Microeconomics (Curtis and Irvine)“. Social Sci LibreTexts (enska). 5. júlí 2021.
- ↑ Pindyck, Robert S. (2018). Microeconomics (9th. útgáfa). Harlow, UK. ISBN 978-1292213378.
- ↑ McEachern, William A. (2006). Economics: A Contemporary Introduction. Thomson South-Western. bls. 166. ISBN 978-0-324-28860-5.
- ↑ Hashimzade, Nigar; Myles, Gareth; Black, John (2017). „market structure“. A Dictionary of Economics. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-875943-0.
- ↑ Goolsbee, Austan (2019). Microeconomics (3rd. útgáfa). New York: Macmillan Learning. ISBN 978-1319325435.
- ↑ Goolsbee, Austan (2019). Microeconomics (3rd. útgáfa). New York: Macmillan Learning. ISBN 978-1319325435.
- ↑ „Monopoly - Economics Help“. Economics Help (bresk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 14. mars 2018. Sótt 14. mars 2018.
- ↑ Krylovskiy, Nikolay (20. janúar 2020). „Natural monopolies“. Economics Online (bandarísk enska). Sótt 3. september 2020.
- ↑ „Competition Counts“. ftstatus=live. 11. júní 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. desember 2013.
- ↑ Erickson, Gary M. (2009). „Gary M. Erickson (2009). "An Oligopoly Model of Dynamic Advertising Competition". European Journal of Operational Research 197 (2009): 374–388“. European Journal of Operational Research. 197 (1): 374–388. doi:10.1016/j.ejor.2008.06.023.
- ↑ „Oligopoly/Duopoly and Game Theory“. AP Microeconomics Review. 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. júní 2016. Sótt 11. júní 2017. „Game theory is the main way economists [sic] understands the behavior of firms within this market structure.“
- ↑ • Beth Allen, 1990. "Information as an Economic Commodity," American Economic Review, 80(2), pp. 268–273.
• Kenneth J. Arrow, 1999. "Information and the Organization of Industry," ch. 1, in Graciela Chichilnisky Markets, Information, and Uncertainty. Cambridge University Press, pp. 20–21.
• _____, 1996. "The Economics of Information: An Exposition," Empirica, 23(2), pp. 119–128.
• _____, 1984. Collected Papers of Kenneth J. Arrow, v. 4, The Economics of Information. Description Geymt 30 mars 2012 í Wayback Machine and chapter-preview links.
• Jean-Jacques Laffont, 1989. The Economics of Uncertainty and Information, MIT Press. Description Geymt 25 janúar 2012 í Wayback Machine and chapter-preview links. - ↑ Varian H.R. (1987) Microeconomics. In: Palgrave Macmillan (eds) The New Palgrave Dictionary of Economics. Palgrave Macmillan, London.