Alfred Marshall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alfred Marshall (26.júlí 1842 - 13.júlí 1924)
Alfred Marshall (1921)

Alfred Marshall (26.julí 1842 – 13.julí 1924) var breskur hagfræðingur. Hann var einn helsti hagfræðingur síns tíma og var einn höfunda nýklassískra hagfræði. Bók hans Principles of Economics (1890) var helsta kennslubók í Bretlandi um áratuga skeið og víðlesnasta hagfræðirit síns tíma.

Ævi og menntun[breyta | breyta frumkóða]

Marshall ólst upp í úthverfi Clapham í London og menntaði sig við Merchant Taylor's School þar sem hann sýndi akademísk loforð og sérstaka hæfileika fyrir stærðfræði kunnáttu sína. Hann lauk námi við Oxford og stundaði síðan nám við St John's College í Cambridge árið 1862. Árið 1868 varð hann háskólakennari í siðfræði við St John's og sérhæfði sig í kennslu í hagfræði, sem þá var kennd undir nafninu stjórnmálahagfræði. Um 1870 snéri hann sér að því af fullum krafti að þróa kenningar sínar og umbreyta hagfræðinni í viðurkennda vísindagrein.[1] [2]

Helstu verk eftir Marshall eru: The Economics of Industry (1879), The Pure Theory of Foreign Trade: The Pure Theory of Domestic Values (1879), Principles of Economics (1890), Industry and Trade (1919), Money, Credit and Commerce (1923).

Framlög til hagfræðinnar[breyta | breyta frumkóða]

Bókin Principles of Economics (1890) eftir Marshall var hans helsta verk og var kennd lengi í Englandi. Marshall lagði áherslu á að verð og framleiðsla vöru ræðst af framboði og eftirspurn, sem virka eins og einhverskonar skæri sem mynda jafnvægi og ákvarða verð. Þessi hugtök standast enn í dag. Bókin var endurgefin og enduruppfærð átta sinnum meðan Marshall var á lífi.

Principles of Economics kynnti til leiks fjölda nýrra hugtaka, svo sem teygni eftirspurnar (e. elasticity of demand) og framboðs. Hann skilgreindi efnahagslegan ávinning, sem neytendaábata (e. consumer surplus) og framleiðendaábata (e. producer surplus). Í því sambandi er er oft talað um Marshallíska ábata. Marshall er einna þekktastur fyrir myndræna framsetningu sína á þessum hugmyndum með svokölluðum Marshallískum krossum eða skærum. Í slíkri myndrænni framsetningu afmarkast Marshallískur ábati af rýminu fyrir ofan framleiðslufallið, en neðan eftirspurnarfallsins.

Hugtakið um neytendaábata er eitt af mikilvægustu framlögum Marshall. Hann vakti athygli á að verðið er venjulega það sama fyrir hverja einingu af vöru sem neytandi kaupir, en verðmæti til neytenda hverrar einingar til viðbótar lækkar. Neytandi mun kaupa einingar fram að þeim tímapunkti þar sem jaðargildi vörunnar er jafnt verðinu sjálfu. Þess vegna græðir neytandinn á öllum einingum fram að þeirri síðustu með því að greiða minna en verðmæti sitt á vörunni. Stærð hagsins jafngildir mismuninum á milli verðmæti neytenda allra þessara eininga og þeirrar upphæðar sem greidd er fyrir einingarnar. Þessi mismunur er kallaður neytendaábati, vegna ábata sem neytendur njóta. Með sama hætti er framleiðendaábati sú upphæð sem framleiðendur fá greitt umfram framleiðslukostnað.[1]

Meðal annarra hugmynda sem Marshall kom fram með var tímabundin quasi-renta eða Marshallisk renta. Í Principles of Economics bók [1] [3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Marshall, Alfred (30. maí 1996). „Official Papers of Alfred Marshall“. doi:10.1017/cbo9780511559471.
  2. Hodgson, Geoffrey M. (1993). „The Mecca of Alfred Marshall“. The Economic Journal. 103 (417): 406–415. doi:10.2307/2234779. ISSN 0013-0133.
  3. „Alfred Marshall's cardinal theory of value: the - ProQuest“. www.proquest.com (enska). Sótt 15. september 2021.