Fara í innihald

Nytjastefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nytjahyggja)
John Stuart Mill (1806-1873)

Nytjastefna er leikslokasiðfræðikenning. Samkvæmt nytjastefnunni eru aðgerðir réttar eftir því sem leiða til ánægju, rangar eftir því sem þær leiða til hins gagnstæða, í heiminum öllum. Tilgangsfræði nytjastefnunar fellur undir sældarhyggju. Sagnfræðilega á hún rætur að rekja aftur til Davids Hume (1711-1776) og Jeremys Bentham (1748-1832) en frægasti málsvari hennar var John Stuart Mill (1806-1873) sem setti kenninguna fram í riti sínu Nytjastefnan árið 1861.

Líkt og aðrar leikslokasiðfræðikenningar heldur nytjastefnan því fram að afleiðingar athafnar ákvarði siðferðilegt réttmæti hennar. Meginmunurinn á nytjastefnunni og annarri aðgerðasiðfræði er sá að nytjastefnan heldur því fram að bestu afleiðingarnar séu fólgnar í því að hámarka hamingju sem flestra. Nytjastefnan er útbreiddasta og vinsælasta leikslokasiðfræðikenningin.

  • „Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?“. Vísindavefurinn.
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.