Fara í innihald

Lögmál Okuns

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lögmál Okuns (e. Okun's Law) er lögmál sem fjallar um samaband atvinnuleysis og hagvaxtar.

Árið 1964 sýndi hagfræðingur Arthur M. Okuns fram á tölfræðilegt samband atvinnuleysis og hagvaxtar í Bandaríkjunum. Þannig bentu bandarísk gögn til þess að fyrir hvert hagvaxtarstig drægist atvinnuleysi saman um 0,3%. Slíkar vísbendingar þóttu hjálplegir mælikvarðar við hagstjórn. Síðari tíma haggögn og rannsóknir hafa leitt í ljós þetta samband er hvorki stöðugt né sambærilegt milli landa en samband atvinnuleysis og hagvaxtar er háð mörgum áhrifaþáttum. Minni hagvöxtur fer ekki alltaf saman með sömu aukningu atvinnuleysis þar sem starfsmenn geta unnið færri tíma eða dregið úr afköstum þegar hægir á efnahagslífinu. Fyrstu viðbrögð við samdrætti er frekari framleiðni minnki en að atvinnuleysi aukist en það tengist meðal annars reglum um vinnuvernd. Einnig er eitthvað um það að þeir sem missa vinnu hverfa af vinnumarkaði og fari ekki á atvinnuleysiskrá.

Seinni tíma mælingar á bandarískum haggögnum benda til breyting hafi orðið á sambandinu þannig að atvinnuleysi sé orðið næmara fyrir eftirspurn í hagkerfinu.