Fara í innihald

Mannaveiðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mannaveiðar er framhaldsmynd í fjórum þáttum þar sem segir frá rannsókn lögreglu á morði á gæsaskyttu í Dölunum. Mannaveiðar er gerð eftir glæpasögu Viktors Arnars Ingólfssonar, Aftureldingu en handritið er eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson.

Fyrsti þátturinn var sýndur í Ríkissjónvarpinu á annan í páskum 26. mars 2008 og framhaldið næstu þrjá sunnudaga þar á eftir. Þættirnir voru endursýndir á þriðjudagskvöldum og síðdegis á sunnudögum.

Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson léku aðalhlutverkin, lögreglumennina Hinrik og Gunnar. Með önnur stór hlutverk fóru Atli Rafn Sigurðarson, Björn Thors, Charlotte Böving, Darri Ingólfsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Halla Vilhjálmsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Laufey Elíasdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.