Konungsríkið Ítalía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ítalska konungsríkið)
Konungsríkið Ítalía
Regno d'Italia
Fáni Konungsríkisins Ítalíu Skjaldarmerki Konungsríkisins Ítalíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
FERT
(kjörorð Savojaættarinnar)
Þjóðsöngur:
(1861–1943, 1944–1946)
Marcia Reale d'Ordinanza

(1943–1944)
La Leggenda del Piave
Staðsetning Konungsríkisins Ítalíu
Höfuðborg Tórínó (1861–1865)
Flórens (1865–1871)
Róm (1871–1946)
Opinbert tungumál Ítalska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn (1861–1922; 1943–1946)
Fasískt einræði (1922–1943)

Konungur Viktor Emmanúel 2. (1861–1878)
Úmbertó 1. (1878–1900)
Viktor Emmanúel 3. (1900–1946)
Úmbertó 2. (1946)
Forsætisráðherra Cavour greifi (1961; fyrstur)
Benito Mussolini (1922–1943)
Alcide De Gasperi (1945–1946; síðastur)
Nýtt ríki
 • Sameining Ítalíu 17. mars 1861 
 • Róm innlimuð 20. september 1870 
 • Rómargangan 31. október 1922 
 • Lýðveldi stofnað 2. júní 1946 
Flatarmál
 • Samtals

310.190 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (1936)
 • Þéttleiki byggðar

42.993.602
138,6/km²
Gjaldmiðill Líra
Ekið er Hægra megin

Konungsríkið Ítalía (ítalska: Regno d’Italia) var ríki sem var stofnað árið 1861 þegar Viktor Emmanúel 2., konungur Sardiníu, sameinaði allan Ítalíuskaga undir sinni stjórn. Ríkið var þingbundin konungsstjórn sem náði yfir Ítalíu frá 1861 þar til Ítalía varð lýðveldi árið 1946. Tórínó var höfuðborg til ársins 1864, en þá var höfuðborgin flutt til Flórens og síðan til Rómar árið 1871. Frá 1922 til 1943 var Ítalía fasistaríki undir stjórn forsætisráðherrans Benito Mussolini. Ítalir kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja niður konungdæmið og gerast lýðveldi árið 1946.

Landsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Ítalska konungsríkið jók við landsvæði sitt á tíma ítölsku sameiningarinnar til ársins 1870, en eftir það var yfirráðasvæði ríkisins óbreytt til ársins 1919, þegar konungsríkið innlimaði Tríeste og Suður-Týról. Eftir sigur bandamanna í fyrri heimsstyrjöldinni fékk Ítalía að innlima Gorizia, Tríeste og Istríu (sem nú eru hluti af Króatíu og Slóveníu) og smærri svæði sem nú eru í norðvesturhluta Króatíu auk hluta af króatíska héraðinu Dalmatíu.

Í seinni heimsstyrjöldinni innlimaði Ítalía fleiri landsvæði frá Slóveníu og stærri hluta úr Dalmatíu. Eftir ósigur Öxulveldanna í stríðinu varð Ítalía að skila þessum landsvæðum og voru þá landamæri ríkisins orðin fastmótuð.

Konungsríkið Ítalía átti réð jafnframt yfir ýmsum nýlendum, verndarsvæðum og leppríkjum, meðal annars Eritreu, Sómalíu, Líbíu, Eþíópíu (sem Ítalir lögðu undir sig árið 1934 en var frelsuð af Bretum í seinna stríði), Albaníu, Grikkland (sem var hernumið í seinni heimsstyrjöld), Króatíu (sem var ítalskt og þýskt leppríki í stríðinu), Kósovó (hernumið í seinna stríði), Svartfjallaland (hernumið í seinna stríði) og 46 hektara landskika í Tianjin í Kína.

Stjórnskipun[breyta | breyta frumkóða]

Að nafninu til var Konungsríkið Ítalía þingbundin konungsstjórn. Ráðherrar fóru með framkvæmdavaldið fyrir hönd konungsins. Þinginu var skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild, sem áttu að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Stjórnarskrá konungsríkisins var Statuto Albertino, sem hafði áður verið í gildi í Konungsríkinu Sardiníu.

Ráðherrarnir áttu að vera ábyrgir gagnvart konungnum en í reynd varð ríkisstjórn Ítalíu að hafa stuðning þingsins til þess að halda völdum.

Meðlimir á fulltrúadeild þingsins voru kjörnir í meirihlutakosningu í einmenningskjördæmum. Hver frambjóðandi varð að hafa stuðning að minnsta kosti helmings þeirra sem greiddu atkvæði og fjórðungs allra skráðra kjósanda til að ná kjöri í fyrstu umferð. Kosið var í annarri umferð ef ekki tókst að kjósa í öll þingsæti.

Árið 1882 var reynt að innleiða hlutfallskosningar á þingið, en þetta var ekki gert fyrir alvöru fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina. Sósíalistar hlutu meirihluta á þingi en gátu ekki myndað ríkisstjórn þar sem þingið skiptist í þrjár fylkingar á móti kristnum popúlistum og klassískum frjálslyndismönnum. Kosningar voru haldnar með þessu móti árin 1919, 1921 og 1923 en þaðan af lét Benito Mussolini leggja niður hlutfallskosningarnar og stofnaði þess í stað til kosninga á landsvísu sem veittu Fasistaflokknum hreinan þingmeirihluta.

Frá 1925 til 1943 var Ítalía fasískt einræðisríki þrátt fyrir að gamla stjórnarskráin væri enn formlega í gildi. Sumir sagnfræðingu tala um Ítalíu á þessu tímabili sem „Ítalíu fasismans“.

Þjóðhöfðingjar[breyta | breyta frumkóða]

Á árum konungsríkisins var konungur Ítalíu þjóðhöfðingi ríkisins. Konungarnir voru fjórir talsins, allir af Savojaættinni:

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]