Ágrip af sögu sálfræðinnar
Útlit
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: Þessi tímaás sálfræðinnar er of mikið miðaður út frá klínískri sálfræði. Ýmis mikilvæg atvik í sögu annars konar sálfræði vantar alveg. |
Ágrip af sögu sálfræðinnar
- Wilhelm Wundt stofnar fyrstu rannsóknarstofuna í sálfræði við háskólann í Leipzig. Þetta er talið upphaf vísindalegrar sálfræði.
- Fyrsta rannsóknarstofan í sálfræði í Bandaríkjunum stofnuð við Johns Hopkins háskólann.
- Herman Ebbinghaus kemur fram með orðleysur (e. nonsense syllable) sem leið til að kanna minnisferli.
- Sigmund Freud býður upp á sálgreiningarmeðferð í Vín. Hann var þó ekki sálfræðingur, heldur geðlæknir.
- William James gefur út bókina Lögmál sálfræðinnar (e. Principles of Psychology).
- Félag Bandarískra sálfræðinga (APA, American Psychological Association) stofnað með 42 meðlimum.
- Fyrsta klíníska stofan stofnuð við háskólann í Pensylvaníu og markar þar með upphaf klínískrar sálfræði.
- Greindarpróf Alfred Binet gefið út í Frakklandi.
- Tímarit klínískrar sálfræði stofnað af Morton Prince.
- Ivan Pavlov gefur út fyrstu rannsóknir sínar um klassíska skilyrðingu.
- Alfred Adler sakar Freud um að leggja ofuráherslu á kynhvötina í kenningum sínum og yfirgefur hann til að stofna eigin skóla út frá eigin kenningum.
- Edward Thorndike gefur út fyrstu greinina um greind dýra sem leiðir svo til kenningarinnar um virka skilyrðingu (e. operant conditioning).
- Max Wertheimer gefur út niðurstöður rannsókna sinna á skynjun hreyfingar og markar þar með upphaf Gestalt-sálfræðinnar
- John Watson gefur út Sálfræði eins og atferlissinninn sér hana (Psychology as the behaviorist views it)og markar þar með upphafningu atferlishyggju í sálfræði.
- Stanford-Binet greindarprófið gefið út í Bandaríkjunum.
- Rannsóknir Watsons og Rayners á hræðslunámi barna gefnar út.
- Fyrirtæki sérhæfir sig á sviði sálfræðilegra prófa og í kjölfarið færast próftökur inn á skrifstofur sálfræðinga í stað þess að vera nær eingöngu bundnar við háskóla og rannsóknarstofur líkt og áður.
- Kurt Koffka kynnir Gestalt-sálfræði í Bandaríkjunum.
- Burrhus Frederic Skinner gefur út niðurstöður rannsókna sinna, On the conditions of eliciation of certain eating reflexes.
- C.M. Louttit gefur út fyrstu handbókina í klínískri sálfræði.
- Wechsler-Bellevue greindarprófið gefið út. Prófið verður síðar útbreiddasta greindarprófið sem gefið hefur verið út.
- Carl Rogers gefur út Counseling and psychotherapy þar sem hann setur fram þær kenningar að árangur meðferðar ráðist af því að sálfræðingurinn dæmi ekki sjúkling, heldur umgangist hann af virðingu
- Jean Piaget gefur út Sálfræði greindarinnar (Psychology of intelligence) þar sem hann setur fram kenningar sínar um hugræna þróun (e. cognitive development).
- MMPI prófið (Minnesota Multiphasic Personality Inventory) kemur fram og það verður á skömmum tíma vinsælasta mælitæki sálfræðinnar.
- Hans Eysenck gefur út niðurstöður rannsókna sinna um árangur sálfræðimeðferðar þar sem hann heldur því fram að sálfræðimeðferð geri jafn mikið gagn og engin meðferð.
- DSM-I flokkunarkerfið gefið út.
- Chlorpromazine (Thorazine) fyrst notað í meðferð geðklofa.
- Hugtakið atferlismeðferð er fyrst notað.
- Siðareglur sálfræðinga gefnar út.
- Aaron Beck gefur út hugrænt líkan þunglyndis þar sem hann setur fram þær kenningar að hugsanir leiki stórt hlutverk í þunglyndi.
- DSM-II kerfið gefið út.
- Joseph Wolpe gefur út The practice of behavior therapy.
- Fyrsta doktorsgráðan í sálfræði.
- DSM III kerfið gefið út
- DSM IV kerfið gefið út
- Ofurtölvan Dimmblá (Deep Blue) vinnur Gari Kasparov, heimsmeistara í skák, og eykur þannig til muna trú manna á gervigreind.