Suðureyri

Suðureyri er þorp sem stendur við sunnanverðan Súgandafjörð. Þar búa 278 manns (2015). Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Á móti þorpinu er fjallið Göltur en Spillir ofan við það.
Svo segir í Landnámu: "Hallvarður súgandi var í orrostu mót Haraldi konungi í Hafrsfirði; hann fór af þeim ófriði til Íslands ok nam Súgandafjörð ok Skálavík til Stiga ok bjó þar." Skýrist nafngiftin að nokkru af því að beint á móti á sama stað í firðinum er önnur eyri sem aftur er nefnd Norðureyri.
Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Suðureyri.
- Sundlaugin á Suðureyri
- Ljósmyndir 2003, islandsmyndir.is Geymt 2012-09-25 í Wayback Machine
- Ljósmyndir 2010, islandsmyndir.is Geymt 2012-09-25 í Wayback Machine
