Suðureyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Séð yfir Suðureyri
Suðureyri

Suðureyri er þorp sem stendur við sunnanverðan Súgandafjörð. Þar búa 278 manns (2015). Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Á móti þorpinu er fjallið Göltur en Spillir ofan við það.

Svo segir í Landnámu: "Hallvarður súgandi var í orrostu mót Haraldi konungi í Hafrsfirði; hann fór af þeim ófriði til Íslands ok nam Súgandafjörð ok Skálavík til Stiga ok bjó þar." Skýrist nafngiftin að nokkru af því að beint á móti á sama stað í firðinum er önnur eyri sem aftur er nefnd Norðureyri.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.