Fara í innihald

Körfuvíðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Salix viminalis)
Körfuvíðir
Lauf körfuvíðis
Lauf körfuvíðis
Ástand stofns
Öruggt
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðiætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Salix
Tegund:
S. viminalis

Tvínefni
Salix viminalis
L.

Körfuvíðir (fræðiheiti: Salix viminalis) er víðitegund upprunalega úr Evrópu og vesturhluta Asíu. Hann nær oft 3 til 6 metra hæð í heimkynnum sínum og er vaxtahraðinn mikill. Börkurinn er grágrænn og greinarnar langar. Blöðin eru löng.

Nafn sitt dregur hann af því að greinar hans hafa verið notaðar til að búa til körfur en einnig er hann ræktaður til eldiviðar, s.s. í Svíþjóð.

Körfuvíðir á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Um 1910 var farið að rækta afbrigði í görðum á Íslandi afbrigði af körfuvíði sem kallað var Vesturbæjarvíðir. Sú tegund barst einmitt með tágakörfum til Íslands. Annað afbrigði af körfuvíði, þingvíðir, var gróðursett í Alþingisgarðinum og barst þaðan víða og af var ræktað mikið frá 1940 til 1963 en þau tré féllu í páskahreti 1963.