Jörfavíðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rekklar jörfavíðis.
Útbreiðsla.

Jörfavíðir (salix hookeriana) er víðir sem ættaður er frá vesturhluta N-Ameríku, allt frá Kaliforníu til Alaska. Hann verður oftast um 3-5 metrar en getur farið í 10 metra. Hann vex þar í sendnum jarðvegi og við strönd.

Lauf eru áþekk og á alaskavíði en neðri hluti þeirra er ekki eins ljós og á honum.

Latneska nafn víðisins er í höfuðið á enska grasafræðingnum sir. William Hooker (1785-1865), sem eitt sinn var yfirmaður Kew Gardens.

Á Íslandi er jörfavíði fjölgað yfirleitt með græðlingum. Hann hefur reynst saltþolinn við ströndina.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]