Loðvíðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loðvíðir
Lauf á loðvíði.
Lauf á loðvíði.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Víðir (Salix)
Tegund:
S. lanata

Tvínefni
Salix lanata
L.
Salix lanata.

Loðvíðir (fræðiheiti: Salix lanata) er sumargrænn, margstofna runni af víðisætt. Hann einkennist af loðnum laufblöðum. Annað sérkenni loðvíðisins er að hann blómstrar mjög snemma á vorin, áður en hann laufgast. Blóm loðvíðis eru ljósgulir reklar sem stundum kallast víðikettlingar.

Loðvíðir gengur líka undir nafninu grávíðir, þó að plöntubækur noti það nafn yfir fjallavíði (Salix arctica), en það nafn var beinlínis gert til að vinda ofan af ruglingi með heitin grá-, og loð- víðir.

Loðvíðir á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Loðvíðir vex um allt land upp að 900 m hæð. Hann verður allt að 4 metra hár. Loðvíðir er oft fljótur að birtast þegar land er friðað fyrir beit, sem er til marks um getu hans til að sá sér í mismunandi landgerðir[1] og hve fé sækir í hann.

Samband við aðrar tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Loðvíðir getur gegnt mikilvægu hlutverki í ýmsum vistkerfum, jafnvel sem lykiltegund, þar sem fjöldi tegunda reiðir sig að sumu- eða öllu leyti á loðvíði sér til viðurværis.[heimild vantar]

Sveppir[breyta | breyta frumkóða]

Víðikjarr, sem myndað er af loðvíði og gulvíði, hefur yfirleitt fáa fylgisveppi en þó vex fjöldi sveppa á rökum kjarrbotninum.[2] Þó eru tegundir sem lifa sérstaklega í samlífi við loðvíði.[3] Hér á landi er um að ræða eftirfarandi smásveppi:

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  1. Víðitegundir Geymt 12 september 2015 í Wayback Machine Skoðað 25. nóvember 2015.
  2. 2,0 2,1 Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  3. 3,00 3,01 3,02 3,03 3,04 3,05 3,06 3,07 3,08 3,09 3,10 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.