Loðvíðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Loðvíðir
Lauf á loðvíði.
Lauf á loðvíði.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Víðir (Salix)
Tegund: S. lanata
Tvínefni
Salix lanata
L.

Loðvíðir (fræðiheiti: Salix lanata) er sumargrænn, margstofna runni af víðisætt. Hann einkennist af loðnum laufblöðum. Annað sérkenni loðvíðisins er að hann blómstrar mjög snemma á vorin, áður en hann laufgast. Blóm loðvíðis eru ljósgulir reklar sem stundum kallast víðikettlingar.

Loðvíðir gengur líka undir nafninu grávíðir, þó að plöntubækur noti það nafn yfir fjallavíði (Salix arctica).

Loðvíðir á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Loðvíðir vex um allt land upp að 900 m hæð. Hann verður allt að 4 metra hár. Loðvíðir oft fljótur að birtast þegar land er friðað fyrir beit, sem er til marks um getu hans til að sá sér í mismunandi landgerðir.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  1. Víðitegundir Skoðað 25. nóvember 2015.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.