Víðidalstunga (17. júní 2007) Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Almennt
Prestakall:
Melstaðarprestakall
Byggingarár:
1889
Arkitektúr
Efni:
Timbur
Kirkjurýmið
Sæti:
100
Víðidalstungukirkja er kirkja í Víðidalstungu í Víðidal. Bærinn stendur á tungunni milli Víðidalsár og Fitjár. Mestu kostir jarðarinnar til fornar voru uppgripaheyskapur og laxveiði í ánum.
Kirkja staðarins var byggð árið 1889 en hún er úr timbri. Alls komast 100 manns á kirkjubekkina. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna árið 1916 en hún sýnir fjallræðuna.
Flateyjarbók var rituð í Víðidalstungu um 1400 en hún er ein stærsta og merkilegasta skinnbók sem varðveist hefur á Íslandi. Jón Hákonarson (f. 1350), bóndi á staðnum, lét skrifa bókina en talið er að 113 kálfsskinn hafi þurft til verksins.
Vídalínsætt átti Víðidalstungu í á 5. hundrað ár en af þeirri ætt var m.a. Páll Vídalín (1667-1727) lögmaður. Hann vann Jarðabók með Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara.