Fara í innihald

Urðakirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Urðakirkja
Urðakirkja
Urðir (mars 2005) Árni Hjartarson
Almennt
Byggingarár:  1902
Kirkjugarður: 
Arkitektúr
Turn:  Enginn
Kirkjurýmið
Altari: Altaristafla eftir Arngrím málara

Urðakirkja er kirkjanUrðum Svarfaðardal sem var byggð 1902 en gamla kirkjan hafði fokið í Kirkjurokinu haustið 1900 og brotnað í spón. Hún er turnlaus og í svipuðum byggingarstíl og hinar kirkjur dalsins, á Tjörn og Völlum. Urðakirkja var bændakirkja og það var Sigurhjörtur Jóhannesson bóndi á Urðum sem lét reisa kirkjuna og kostaði allmiklu til hennar. Í henni er altaristafla eftir Arngrím málara frá Gullbringu. Sigurhjörtur gaf söfnuðinum kirkjuna 1918. Gamall kirkjugarður er við kirkjuna en nýrri garður er á hæð upp af kirkjunni ofan þjóðvegar.

Urðasókn nær yfir allan innsta hluta dalsins frá Þverá og fram í Kot en einnig yfir Skíðadal vestan ár allt fram að Þverá, þar tekur Vallasókn við. Urðir hafa aldrei verið prestssetur, kirkjan var annexía frá Tjörn. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990.[1]

  • Hjörtur Eldjárn Þórarinsson. „Svarfaðardalur og gönguleiðir um fjöllin“. Árbók Ferðafélags Íslands. () (1973): 9-119.
  • Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Urðakirkja“. Sótt 18. janúar 2008.