Aðalstræti 14 (Akureyri)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gudmanns Minde
Staðsetning Aðalstræti 14
Byggingarár 1835
Byggt af Baldvin Hinriksson Scagfjord,

Eggert Johnsen

Hannað af Óþekkt
Byggingarefni Timbur
Friðað 1977Aðalstræti 14 þekkt sem Gamli spítali eða Gudmanns Minde var reist árið 1835 af Baldvini Hinrikssyni Scagfjord járnsmið. Í upphafi var húsið notað sem læknabústaður, fyrst fyrir héraðslækninn Eggert Johnsen og síðar Jón Finsen. Einnig var Apotek í einu herbergi hússins. Friðrik C.M. Gudmann kaupmaður keypti húsið 1872. Hann byggði litla viðbygginu við það og innréttaði húsið sem spítala sem hann færði Akureyri að gjöf[1]. Þessi fyrsti spítali Akureyrar var kenndur við minningu hans. Húsið var friðað í B-flokki af bæjarstjórn 4. október 1977[2].


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Akureyri, Visit. „Menning & söfn“. Visit Akureyri . Sótt 31. mars 2020.
  2. „Aðalstræti 14“. Minjastofnun . Sótt 31. mars 2020.