Gudmanns Minde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aðalstræti 14 (Akureyri))
Gudmanns Minde
Staðsetning Aðalstræti 14, Akureyri
Byggingarár 1835
Byggt af Baldvin Hinriksson Scagfjord,

Eggert Johnsen

Hannað af Óþekkt
Byggingarefni Timbur
Friðað 1977

Aðalstræti 14 þekkt sem Gamli spítali eða Gudmanns Minde var reist árið 1835 af Baldvini Hinrikssyni Scagfjord járnsmið. Í upphafi var húsið notað sem læknabústaður, fyrst fyrir héraðslækninn Eggert Johnsen og síðar Jón Finsen. Einnig var apótek í einu herbergi hússins. Friðrik C.M. Gudmann kaupmaður keypti húsið 1872. Hann byggði litla viðbygginu við húsið og innréttaði sem spítala er hann færði Akureyringum að gjöf. Þessi fyrsti spítali Akureyrar er því kenndur við minningu hans.[1]. Spítalinn sem var vígður 7. júlí 1874, var rekinn í húsinu til ársins 1898 en ári síðar var tekinn í notkun nýr spítali á Akureyri. Þá var húsið selt og þjónaði sem íbúðarhús í tæp 100 ár. Árið 1994 keyptu Akureyrarbær og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri húsið og afhentu það Læknafélagi Akureyrar og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem gert upp húsið í samráði við Minjasafnið á Akureyri og Húsafriðunarnefnd ríkisins.

Í húsinu er nú rekin starfsemi Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.

Húsið var friðað í B-flokki af bæjarstjórn Akureyrar þann 4. október 1977[2].

Gömul mynd af Gamla spítala á Akureyri

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Akureyri, Visit. „Menning & söfn“. Visit Akureyri. Sótt 31. mars 2020.
  2. „Aðalstræti 14“. Minjastofnun. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. júní 2019. Sótt 31. mars 2020.