Þingeyrakirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þingeyrakirkja.
Má ekki rugla saman við Þingeyrarkirkju.

Þingeyrakirkja er fyrsta steinkirkja á Íslandi og stendur í Húnaþingi milli vatnanna Hóps og Húnavatns. Kirkjan var reist af Ásgeiri Einarssyni alþingismanni og var vígð árið 1877

Um miðja 19. öldina bjó Ásgeir á Þingeyrum miklu rausnarbúi og byggði kirkjuna að mestu á eigin kostnað á árunum 1864-1877. Grjót í bygginguna lét hann uxa draga á ís yfir Hópið, enda lítið um grjót í landi Þingeyra. Kirkjuhvelfingin er bogadregin, blámáluð með gylltum stjörnum sem sagðar eru 1000 að tölu. Margir fornir og merkir gripir eru í kirkjunni og einnig eru ýmsir gripir úr henni á Þjóðminjasafninu. Sonur Ásgeirs var Jón Ásgeirsson þjóðkunnur hestamaður, faðir Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp. Sverrir Runólfsson Sverresen, hlaðlistarfrömuður, byggði kirkjuna.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.