Fara í innihald

Fáni Lúxemborgar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Lúxemborgar
Rauða ljónið

Fáni Lúxemborgar hefur þrjár láréttar rendur; sú efsta er rauð, miðröndin hvít og neðsta röndin blá. Fáninn er nánast eins og fáni Hollands nema hvað litirnir eru ljósari. Fáninn var skilgreindur árið 1848 en ekki tekinn formlega í notkun fyrr en 1972. Litirnir eru þeir sömu og í skjaldarmerki Lúxemborgar sem er frá miðöldum. Borgaralegur fáni, sjófáni og verslunarfáni Lúxemborgar eru enn þeir sömu og skjaldarmerkið; fimm ljósbláar þverrendur á hvítum feldi með rauðu krýndu stökkvandi ljóni. Oft hefur verið stungið upp á því að taka rauða ljónið, Roude Léiw, upp sem þjóðfána í stað núverandi fána sem þykir of líkur þeim hollenska. Árið 2007 var samþykkt að gera það að borgaralegum fána ásamt þjóðfánanum. Rauða ljónið nýtur mikilla vinsælda sem fáni Lúxemborgar meðal almennings, til dæmis á knattspyrnuleikjum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.