Fara í innihald

Tesla, Inc.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

 

Tesla, Inc.
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 1. júlí 2003; San Carlos, Kaliforníu, BNA
Stofnandi
Staðsetning Höfuðstöðvar Austin, Texas, BNA
Lykilpersónur Elon Musk, forstjóri
Dótturfyrirtæki
  • Tesla Automation
  • Tesla Energy
Vefsíða tesla.com

Tesla, Inc. er bandarískt bíla- og orkufyrirtæki með höfuðstöðvar í Austin, Texas, í Bandaríkjunum. Fyrirtækiðha hannar og framleiðir rafmagnsbíla (fólksbíla, jeppa og vörubílar), rafhlöður til orkugeymslu bæði á heimilum og við raforkuframleiðslu, sólarsellur, og tengdar vörur og þjónustu. Dótturfyrirtækið, Tesla Energy, þróar og setur upp sólarsellur í Bandaríkjunum og er einn stærsti birgi raforkugeymslukerfa í heiminum með 6,5 uppsettar gígawatt-klukkustundir (GWh) árið 2022. 

Tesla er eitt af verðmætustu fyrirtæki heims og er auk þess verðmætasti bílaframleiðandi heims síðan árið 2023. Fyrirtækið er með markaðsleiðandi hlutdeild á rafmagnsbílamarkanum og var með 18% hlutdeild árið 2022.

Tesla var stofnað í júlí 2003 af þeim Martin Eberhard og Marc Tarpenning sem Tesla Motors. Nafn fyrirtækisins vísar til uppfinningamannsins og rafmagnsverkfræðingsins Nikola Tesla. Í febrúar 2004 varð Elon Musk stærsti hluthafi fyrirtækisins með því að fjárfesta í því fyrir 6,5 milljónir dollara. Hann varð forstjóri fyrirtækisins árið 2008. Ýfirlýst markmið Tesla er að búa til vörur sem hjálpa til við að "hraða umskiptum heimsins til sjálfbærrar orku".

Fyrirtækið hóf framleiðslu á fyrsta bíl sínum, sportbílnum Roadster, árið 2008. Í kjölfarið kom stallbakurinn Model S út árið 2012, Model X jepplingurinn Model X árið 2015, stallbakurinn Model 3 árið 2017, jepplingurinn Model Y árið 2020, Tesla Semi vörubíllinn árið 2022 og pallbíllinn Cybertruck árið 2023.[1] Model 3 er söluhæsti rafmagnsbíll í heimi og í júní 2021 varð hann fyrsti rafmagnbíllinn til að seljast í 1 milljón eintaka um allan heim.[2]

Tesla hefur sætt málaferlum og gagnrýni bæði stjórnvalda og blaðamanna, m.a. vegna ásakana um brot á kjararéttindum starfsmanna, vörugalla og fjölda ummæla forstjóra þess, Elon Musk.

Tesla Model S
Tesla Model 3
Tesla Cybertruck

Rafbílahleðsla á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Supercharger er vörumerki sem Tesla notar fyrir hraðhleðslustöðvar fyrirtækisins. Supercharger hleðslustöðvar Tesla á Íslandi eru 9 talsins, þar á meðal í Reykjavík, á Hvolsvelli, Kirkjubæjarklaustri, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Akureyri og Staðarskála í Hrútafirði.

Supercharger Hleðslustöð

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sriram, Akash (19. október 2023). „Tesla's Musk raises Cybertruck production concerns, reveals delivery date“. Reuters. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. október 2023. Sótt 19. október 2023.
  2. Shahan, Zachary (26. ágúst 2021). „Tesla Model 3 Has Passed 1 Million Sales“. CleanTechnica. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. september 2021. Sótt 26. ágúst 2021.