Nikola Tesla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Nikola Tesla

Nikola Tesla (10. júlí 1856 í Smiljan í Króatíu7. janúar 1943 í Manhattan, New York) var serbnesk-bandarískur uppfinningamaður, eðlisfræðingur, véla- og rafmagnsverkfræðingur. Uppfinningar hans og kennileg verk eru undirstaða riðstraumskerfa. Á meðal uppfinninga hans eru útvarpið, fjölfasaafldreifikerfið og riðstraumsmótorar sem stuðluðu að iðnbyltingunni síðari. SI-mælieining segulstyrks, tesla, er nefnd í höfuðið á honum.

Uppvaxtarár[breyta | breyta frumkóða]

Nikola Tesla fæddist árið 1856 þann 10. júlí. Hann fæddist í þorpinu Smiljan í Króatíu ásamt þremur systrum sínum og bróður. Tesla kom af serbneskum ættum. Faðir hans, séra Milutin Tesla, og móðir hans, Djuka Mandic, voru bæði frá Serbíu.[1]

Eftir grunnnám í Karlovac í Króatíu fór Tesla í háskólanám í Graz í Austurríki árið 1875 að læra það sem hann dáði mest, rafmagnsverkfræði. Tesla var bráðgáfaður nemandi og var þekktur þar fyrir að reita kennarana til reiði með efasemdum sínum um efnið. Tesla var þá helst mótfallinn því að eina leið til að skila raforku væri jafnstraumur. Tesla var þeirrar skoðunar að jafnstraumur væri ekki nógu góð leið til að skila raforku þá aðallega út af stuttu vegalengdina sem raforkan skilaði sér. Tesla var viss um að betri leið væri til. Tesla hugaði því mikið að riðstraumskenningum og var mikill áhugamaður þess fyrirbæris. En riðstraumur var þá draumahugmynd í vísindaheiminum sem margir hverjir höfðu ekki mikla trú á að yrði að veruleika.[2]

Í miðri háskólagöngu sinni í Austurríki veiktist faðir hans og Tesla fór heim. Stuttu síðar lést hann og Tesla fór aldrei aftur til Austurríkis í skólann.[3]

sssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss

Seinni ár[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrum árum seinna komst Guglielmo Marconi í fjölmiðlana fyrir að finna upp útvarpið. Hugmyndin hans var sú nákvæmlega sama og Tesla hafði kynnt áður þegar ákveðið var að byggja Wardenclyffe. Marconi sagðist ekki hafa kynnst því sem Tesla hafi gefið frá sér og eignaði sér heiðurinn á útvarpinu. Tesla kærði Marconi, vann það mál og er nú þekktur sem uppfinningamaður útvarpsins.[4]

Árið 1917 hlaut hann Edison orðuna en það var hæstvirtasta orða sem æðsta stofnun rafmagnsverkfræðinga í Bandaríkjunum gat veitt.[5]

7. janúar 1943 lést Nikola Tesla úr hjartaáfalli á hótelherbergi í Manhattan í New York. Þrátt fyrir að hafa selt einkaleyfi sitt á riðstraumskerfum sínum, dó hann skuldugur. Í gögnum sem fundust eftir dauða hans var að finna upplýsingar um gereyðingarvopn sem hann hafði unnið að í nokkur ár.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Corrosion Doctors: Nikola Tesla Biography.
  2. Corrosion Doctors: Nikola Tesla Biography; Corrosion Doctors: Nikola Tesla Part 1 – The Early Years; Britannica [án árs].
  3. Corrosion Doctors: Nikola Tesla Part 1 – The Early Years.
  4. Corrosion Doctors: Nikola Tesla Part 2 – The Production Years; Lifandi vísindi 2007:38.
  5. Corrosion Doctors: Nikola Tesla Part 2 – The Production Years.
  6. Corrosion Doctors: Nikola Tesla Biography; Corrosion Doctors: Nikola Tesla Part 2 – The Production Years.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]