Fara í innihald

Svartmálmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Svart þungarokk)

Svartmálmur eða blakkmetal (enska: black metal), er ein af undirtegundum þungamálmsins og á sér upphaf í Skandinavíu og Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Á níunda áratugnum mynduðu nokkrar þrassshljómsveitir frumgerð svartþungarokksins. Svartmálmur var í raun mótað af tveimur kynslóðum tónlistarmanna sem höfðu hvað mestu áhrif á stefnuna og er talað um fyrri kynslóðina og seinni kynslóðina.

Hljómsveitir sem tilheyrðu fyrri kynslóð svartmálms voru meðal annars Venom, Hellhammer og Bathory. En þessar hljómsveitir gáfu stefnunni nafn sitt og yfirbragð. Seinni kynslóðin átti sér upptök í Noregi á tíunda áratugnum þar sem hljómsveitir á borð við Mayhem, Darkthrone, Burzum, Immortal, Dimmu Borgir og Emperor voru vinsælastar meðal vaxandi hóps svartmálms hlustenda.[1]. Seinni kynslóðin steig út úr leikrænni sviðsetningu fyrri kynslóðarinnar og tók ofbeldisfullt skref inn í raunveruleikann. Norska svartþungarokkið varð nokkurs konar listræn málpípa fyrir hóp ungra manna sem gerðu ofbeldisfulla uppreisn gegn samfélaginu, aðhylltust tilvistarlega heimspeki, róttækt form af norrænni trú og réðust gegn abrahamískum trúarbrögðum á norðurlöndum. Hljómsveitin Mayhem ásamt hljómsveitinni Burzum og fleiri hljómsveitum áttu þátt í því að skapa hið alræmda orðspor sem fer af tónlistarstefnunni í dag, tónlistarstefnu sem almenningur tengir oftast við „djöfladýrkun”, kirkjubrennur og morð.[2][3]

Þegar átt er við fyrri kynslóð svartmálms er oftast átt við þær hljómsveitir sem, á 8. áratugnum, höfðu mestu mótunaráhrif á þá stefnu sem í seinni tíð varð að hinum eiginlega svartmálmi. Þessar hljómsveitir komu að mestu frá þrassi.

Hugtakið "black metal", var skapað af ensku hljómsveitinni Venom í kjölfar útgáfu seinni hljómplötu þeirra sem bar sama nafn, "Black Metal" árið 1982. Þrátt fyrir að vera álitin meira í líkindum við þrass en svartmálm samkvæmt viðmiðum samtímans, þá einkenndust textar og myndmál plötunar meira af hugmyndum um "djöfladýrkun", ásamt fjandsamlegum viðhorfum í garð kristnidómsins, heldur en nokkur þungarokksplata hafði gert áður. Tónlist þeirra var hröð og hrá í vinnslu og einkenndist af skerandi og rámum röddum. Meðlimir Venom tóku sér einnig upp gælunöfn, það sem átti seinna eftir að verða nokkurskonar einkenni svartmálmssveita.

Svartmálmshljómsveitir voru sumar á móti því sem taldist vera gæðaupptökur og vildu láta tónlistina hljóma hráa og ódýra. Þær eyddu sem minnstum tíma í að stilla hljóðfærin og mjög litlum pening í tæki eins og magnara og upptökutæki. Þetta hugarfar var sérstaklega vinsælt hjá seinni kynslóðinni. Líkt og pönk eru svartþungarokkstónlistarmenn og hlustendur einnig á móti frægð og vinsældum.[4]

Hljóðfæri og söngur

[breyta | breyta frumkóða]

Í svartmálmshljómsveitum er aðallega notast við rafmagnsgítar, bassa, hljómborð og trommur.

Gítarleikarar notast oft við svokallað tremolo picking til að gefa lögunum hræðilega og drungalega tilfinningu.[5] Trommarar nota mjög mikið af tvöföldum bassatrommum og blast beat.

Bassar spila lítið hlutverk í svartmálmi og er ekki óalgengt að bassinn spili sömu nótur og gítarinn eða að hljóðið frá gítarnum yfirgnæfi bassann þannig að það heyrist alls ekkert í honum.

Söngurinn einkennist af hátónuðum söng þar sem notast er við svokallað growl.

Textar og þemu

[breyta | breyta frumkóða]

Í svartmálmi er mikil áhersla á myrkt og kalt þema og er það það sem textinn gengur oft út á. Svartmálmur hefur oft verið tengdur við „djöfladýrkun“ vegna skírskotana í slíkar athafnir í textum. Frægir svartmálmstónlistarmenn hafa þó fullyrt að þessir textar voru einungis notaðir til ögrunar. Þeir hafa þó oft sett sig upp á móti kristni, sérstaklega í Noregi og hvernig hún hafði traðkað á norrænnum trúarhefðum Noregs.[6]

Svartmálmur á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Í kjölfar vinsælda seinni kynslóðar Svartmálms, þá dreifðist stefnan um Norðurlöndin, þar á meðal til Íslands.

Íslenskar svartmálmsshljómsveitir

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]