Suðausturland
Útlit
Suðausturland er svæði á Íslandi sem spannar Vestur-Skaftafellssýslu og Austur-Skaftafellssýslu, nánar tiltekið vestur að Jökulsá á Sólheimasandi og austur að Lónsheiði.
Helstu þéttbýlisstaðir eru: Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustur og Höfn í Hornafirði.
Jöklarnir Mýrdalsjökull og Vatnajökull eru áberandi í landslaginu. Sandarnir Mýrdalssandur og Skeiðarársandur eru tilkomnir vegna framburðar og flóða í þessum jöklum. Vernduð svæði liggja innan Vatnajökulsþjóðgarðs (t.d. Skaftafell) og Lónsöræfa. Birkikjarr er þar víða.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.