Fara í innihald

Stúdentaráð Háskóla Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stúdentaráð Háskóla Íslands
SkammstöfunSHÍ
Stofnun1920
StaðsetningSæmundargata 4, 102 Reykjavík
ForsetiArent Orri Jónsson Claessen
VaraforsetiSigurbjörg Guðmundsdóttir
HagsmunafulltrúiValgerður Laufey Guðmundsdóttir
LánasjóðsfulltrúiJúlíus Viggó Ólafsson
Vefsíðahttps://student.is

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) er félag og vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann. Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða Háskóla Íslands og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta. Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta.

Meðal helstu baráttumála Stúdentaráðs í gegnum tíðina hafa verið húsnæðismál og lánasjóðsmál.[1]

Forseti Stúdentaráðs er Arent Orri Jónsson Claessen, fulltrúi Vöku. Vara­for­seti er Sigurbjörg Guðmundsdóttir, hags­muna­full­trúi er Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og lána­sjóðsfull­trúi er Júlíus Viggó Ólafsson.[2]

Starfsstöður SHÍ eru: Forseti, varaforseti, lánasjóðsfulltrúi, framkvæmda-stjóri/stýra, alþjóðafulltrúi, Aurora fulltrúi, ritstjóri Stúdentablaðsins.[3]

Fastanefndir sem SHÍ skipar eru níu: Alþjóðanefnd, Félagslífs- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd.[4]

Saga stúdentaráðs

[breyta | breyta frumkóða]

Stúdentaráð var stofnað í desember árið 1920. Í nóvember árið 1921 stofnaði Stúdentaráð mötuneytið Mensa academica sem starfaði fram til ársins 1929. Leynilegar kosningar til Stúdentaráðs voru teknar upp árið 1933. Þá urðu til fylkingar sem buðu fram á listum í kosningum. Árið 1951 stofnaði Stúdentaráð vinnumiðlun fyrir háskólanema. Félagsstofnun Stúdenta var stofnuð 1968 af Stúdentaráði og háskólaráði.[1] Árið 2013 stefndi Stúdentaráð íslenska ríkinu og Lánsjóði Íslenskra Námsmanna (LÍN) vegna breytinga á útlánareglum sjóðsins og hafði betur.[5] Í febrúar 2019 hóf Stúdentaráð loftslagsverkföll ásamt fleiri samtökum og kröfðust þess að Alþingi lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.[6]

Kosið er til Stúdentaráðs af lista sem fylkingar bjóða fram. Undanfarna þrjá áratugi hafa það verið fylkingarnar Vaka og Röskva sem hafa notið mest fylgis og skiptst á að hafa meirihluta nokkur ár í senn. Aðrar fylkingar hafa þó iðulega boðið fram svo sem H-listinn, Skrökva og Öskra í seinni tíð. Á árum áður voru starfandi fylkingarnar Umbótasinnar, Félag vinstrimanna, Vinstrimenn og Félag róttækra stúdenta.

Árið 2013 voru einstaklingsframboð leyfð, en það var meðal helstu baráttumála H-listans og Skrökvu.[7] Síðan þá hafa einungis tvisvar sinnum borist einstaklingsframboð, árin 2016 og 2023, bæði á hugvísindasviði, en hvorugt þeirra hlaut kjör.[8][9]

Formenn SHÍ gegnum tíðina

[breyta | breyta frumkóða]

Forseti (áður formaður) Stúdentaráðs er ábyrgðarstaða sem margt þjóðþekkt fólk hefur gegnt gegnum tíðina. Meðal fyrri formanna má nefna: Össur Skarphéðinsson, Hildi Björnsdóttur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Grétar Finnsson, Dag B. Eggertsson og Jónas Fr. Jónsson.[10]

Hörður Sigurgestsson var fyrstur til að gegna embætti forseta tvö ár í röð, árin 1960-1962. Fyrsta kona til að gegna embætti forseta var Arnlín Óladóttir starfsárið 1974-1975.[11] Isabel Alejandra Diaz er fyrsti forseti Stúdentaráðs af erlendum uppruna og fyrsta konan til að gegna embætti forseta tvö ár í röð, árin 2020-2022.[12][13]

Formenn SHÍ
Nafn Frá Til Fylking
Arent Orri Jónsson Claessen 2024 Vaka
Rakel Anna Boulter 2023 2024 Röskva
Rebekka Karsldóttir 2022 2023 Röskva
Isabel Alejandra Diaz 2020 2022 Röskva
Jóna Þórey Pétursdóttir 2019 2020 Röskva
Elísabet Brynjarsdóttir 2018 2019 Röskva
Ragna Sigurðardóttir 2017 2018 Röskva
Kristófer Már Maronsson 2016 2017 Vaka
Aron Ólafsson 2015 2016 Vaka
Ísak Einar Rúnarsson 2014 2015 Vaka
María Rut Kristinsdóttir 2013 2014 Vaka
Sara Sigurðardóttir 2012 2013 Vaka
Lilja Dögg Jónsdóttir 2011 2012 Vaka
Jens Fjalar Skaptason 2010 2011 Vaka
Hildur Björnsdóttir 2009 2010 Vaka
Björg Magnúsdóttir 2008 2009 Röskva
Dagný Ósk Aradóttir 2007 2008 Röskva
Sigurður Örn Hilmarsson 2006 2007 Vaka
Elías Jón Guðjónsson 2005 2006 H-listinn
Jarþrúður Ásmundsdóttir 2004 2005 Vaka
Davíð Gunnarsson 2003 2004 Vaka
Brynjólfur Stefánsson 2002 2003 Vaka
Þorvarður Tjörvi Ólafsson 2001 2002 Röskva
Eiríkur Jónsson 2000 2001 Röskva
Finnur Beck 1999 2000 Röskva
Ásdís Magnúsdóttir 1998 1999 Röskva
Haraldur Guðni Eiðsson 1997 1998 Röskva
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson 1996 1997 Röskva
Guðmundur Steingrímsson 1995 1996 Röskva
Dagur B. Eggertsson 1994 1995 Röskva
Páll Magnússon 1993 1994 Röskva
Pétur Þ. Óskarsson 1992 1993 Röskva
Steinunn Valdís Óskarsdóttir 1991 1992 Röskva
Sigurjón Þ. Árnason 1990 1991 Vaka
Jónas Fr. Jónsson 1989 1990 Vaka
Sveinn Andri Sveinsson 1988 1989 Vaka
Ómar Geirsson 1987 1988 Umbótasinnar
Eyjólfur Sveinsson 1986 1987 Vaka
Björk Vilhelmsdóttir 1986 1986 Félag vinstrimanna
Guðmundur Jóhannsson 1985 1986 Vaka
Stefán Kalmansson 1984 1985 Vaka
Aðalsteinn Steinþórsson 1983 1984 Umbótasinnar
Gunnar Jóhann Birgisson 1982 1983 Vaka
Finnur Ingólfsson 1981 1982 Umbótasinnar
Stefán Jóhann Stefánsson 1980 1981 Félag vinstrimanna
Þorgeir Pálsson 1979 1980 Félag vinstrimanna
Bolli Héðinsson 1978 1979 Vinstrimenn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 1977 1978 Vinstrimenn
Össur Skarphéðinsson 1976 1977 Vinstrimenn
Gestur Guðmundsson 1975 1976 Vinstrimenn
Arnlín Óladóttir 1974 1975 Vinstrimenn
Halldór Ármann Sigurðsson 1973 1974 Vinstrimenn
Ellert B. Schram 1962 1963 Vaka
Jón E. Ragnarsson 1961 1962 Vaka
Hörður Sigurgestsson 1960 1961 Vaka
Árni Grétar Finnsson 1959 1960 Vaka
Ólafur Egilsson 1958 1959 Vaka
Birgir Ísleifur Gunnarsson 1957 1958 Vaka
Bjarni Beinteinsson 1956 1957 Vaka
Björgvin Guðmundsson 1955 1956 Róttækir, kratar og þjóðvörn
Skúli Benediktsson 1954 1955 Frjálsl. og kratar
Björn Hermannsson 1953 1954 Félag frjálslyndra stúdenta
Matthías Jóhannesson 1952 1953 Vaka
Bragi Sigurðsson 1952 1952 Vaka
Höskuldur Ólafsson 1951 1952 Vaka
Árni Björnsson 1950 1951 Vaka
Hallgrímur Sigurðsson 1949 1950 Frjálsl. og kratar
Bjarni V. Magnússon 1949 1949 Frjálsl. og kratar
Gísli Jónsson 1948 1948 Vaka
Tómas Tómasson 1947 1948 Vaka
Geir Hallgrímsson 1946 1947 Vaka
Guðmundur Ásmundsson 1945 1946 Vaka
Bárður Daníelsson 1944 1945 Félag róttækra stúdenta
Páll S. Pálsson 1943 1944 Vinstri menn
Ásberg Sigurðsson 1942 1943 Vaka
Einar Ingimundarson 1941 1942 Vaka
Þorgeir Gestsson 1940 1941 Vaka
Hannes Þórarinsson 1940 1940 Vaka
Bárður Jakobsson 1939 1939 Vaka
Sigurður Bjarnason 1938 1939 Vaka
Ólafur Bjarnason 1937 1938 Vaka
Jóhann Hafstein 1936 1937 Vaka
Ragnar Jóhannesson 1936 1936 Félag róttækra stúdenta
Björn Sigurðsson 1935 1936 Félag róttækra stúdenta
Eggert Steinþórsson 1934 1935 Academia
Baldur Johnsen 1933 1934 Hægri menn
Valdimar Stefánsson 1933 1933
Sigurður Ólason 1932 1933
Jón Geirsson 1931 1932
Agnar Kl. Jónsson 1930 1931
Bergsveinn Ólafsson 1929 1930
Þorgrímur Sigurðsson 1928 1929
Sig. Karl Jónasson 1927 1928
Einar B. Guðmundsson 1926 1927
Þorkell Jóhannesson 1925 1926
Gunnlaugur Indriðason 1924 1925
Thor Thors Jr. 1923 1924
Björn E. Árnason 1922 1923
Skúli Guðjónsson 1921 1922
Vilhjálmur Þ. Gíslason 1920 1921

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Saga Stúdentaráðs“. student.is. Sótt 20. febrúar 2023.
  2. „Arent Orri kjörinn forseti stúdentaráðs“. www.mbl.is. Sótt 17. apríl 2024.
  3. „Skrifstofa Stúdentaráðs“. student.is. Sótt 20. febrúar 2023.
  4. „Nefndir Stúdentaráðs“. student.is. Sótt 20. febrúar 2023.
  5. „Stúdentaráð hafði betur gegn LÍN“. www.mbl.is. Sótt 20. febrúar 2023.
  6. Auður Aðalsteinsdóttir (21. febrúar 2019). „Íslenskir stúdentar í loftslagsverkfall - RÚV.is“. RÚV. Sótt 20. febrúar 2023.
  7. „Skrökva leggur sig niður“. www.mbl.is. 20. janúar 2012. Sótt 25. mars 2023.
  8. Þórgnýr Einar Albertsson (15. febrúar 2016). „Stofnaði félag nemenda með íslenskuna sem annað mál - Vísir“. visir.is. Sótt 25. mars 2023.
  9. „Röskva heldur velli“. www.mbl.is. 23. mars 2023. Sótt 25. mars 2023.
  10. „Formenn SHÍ frá 1920“.
  11. Atli Freyr Þorvaldsson (29. desember 2020). „Fyrrum forsetar SHÍ: Afturhvarf til fortíðar“. Stúdentablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. febrúar 2023. Sótt 20. febrúar 2023.
  12. „Isabel nýr forseti Stúdentaráðs HÍ“. www.mbl.is. Sótt 5. maí 2020.
  13. Jón Ólafur Ísberg (1995). Í háskólanum. Stúdentaráð Háskóla Íslands 75 ára 1920-1995.