Björg Magnúsdóttir
Björg Magnúsdóttir (f. 9. apríl 1985) er íslensk fjölmiðlakona og stjórnmálafræðingur. Hún starfar við þáttagerð á RÚV.
Hún er fædd í Reykjavík og alin upp í Hafnarfirði.[1] Foreldrar hennar eru Magnús Pálsson forstöðumaður MBA-náms við Háskóla Íslands og Laura Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur hjá embætti landlæknis.[2]
Björg lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands,[3] BA-gráðu í stjórnmálafræði, MA-námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands og árið 2018 lauk hún námi í athafnastjórnun hjá Siðmennt.[1]
Hún hefur verið formaður Stúdentaráðs HÍ, blaðamaður á Blaðinu, fréttamaður á RÚV, umsjónarmaður Síðdegisútvarps Rásar 2 og fleiri þátta á RÚV.[3]
Björg hefur skrifað tvær bækur, skáldsögurnar Ekki þessi týpa (2013) og Þessi týpa (2014)[2] og er einn þriggja handritshöfunda sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrann (2020).[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Sidmennt.is, „Athafnastjórar“ (skoðað 27. mars 2021)
- ↑ 2,0 2,1 Mbl.is, „Mikið óskrifað um mína kynslóð“ (skoðað 27. mars 2021)
- ↑ 3,0 3,1 „Ef ég fæ að skrifa og segja sögur þá er ég sátt“, Gaflari, 14. tbl. 1. árg. 2014
- ↑ Klapptre.is, „Björg Magnúsdóttir um Ráðherrann: „Benedikt er leiðtoginn sem við öll þráum“ (skoðað 27. mars 2021)