Starkaðsver

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Starkaðsver heita gróðurlendur á Gnúpverjaafrétti fyrir innan Skúmstungur og Innri-Skúmstungnaá. Í verinu miðju er steinn einn stór þar sem þjóðsögur segja að Bárðdælingur nokkur að nafninu Starkaður hafi orðið úti. Hafi hann ætlað að hitta unnustu sína í Gnúpverjahreppi. Nótt eina þennan vetur dreymdi stúlkuna draum þar sem maðurinn vitjaði hennar og fór með vísubrot.

Angur og mein fyrir auðarrein
oft hafa skatnar þegið;
Starkaðar bein und stórum stein
um stund hafa legið.

Um Starkaðsver lá Sprengisandsleið hin forna.