Fara í innihald

Fjallkóngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjallkóngur (leitarforingi, gangnastjóri eða gagnaforingi) nefnist sá sem stjórnar göngum (fjallferð á Suðurlandi) á afrétti á haustin. Konur sem gegnt hafa starfi leitarforingja eru einnig nefndar fjallkóngar. [1] Víða um land má finna örnefnið „Kóngsás“ (eða álíka) en um þann stað fer fjallkóngur í leitum. Þar hefur hann yfirsýn yfir smalamenn og afréttinn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Líklega eini fjallkóngurinn sem er langamma“. 847.is. 14. september 2004.
  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.