Fara í innihald

Notendaforrit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ritvinnsluforritið LibreOffice Writer er dæmi um opinn notendahugbúnað.

Notendaforrit eða notendahugbúnaður er hugbúnaður sem notandi á bein samskipti við og notar til að vinna sína vinnu á notendatölvu gagnstætt kerfishugbúnaði og miðbúnaði sem venjulegur notandi (ekki kerfisstjóri) á sjaldan í beinum samskiptum við.

Dæmi um algeng notendaforrit eru ritvinnsluforrit, töflureiknar, myndvinnsluforrit og netvafrar.

Notendaforritum er stundum skipt í nokkra flokka eftir því hvaða markaði þau eru ætluð; t.d. fyrirtækjahugbúnaður, þróunarhugbúnaður, kennsluhugbúnaður o.s.frv.