Ofurtölva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blue Gene-ofurtölvan frá IBM

Ofurtölva er tölva sem ræður yfir mestu vinnslugetu sem þekkt er á hverjum tíma. Hugtakið var fyrst notað á 7. áratug 20. aldar yfir tölvur á borð við Atlas og Cray 1 sem Seymour Cray hannaði. Markmiðið var að skapa eins hraðvirka tölvu og mögulegt væri miðað við tækni þess tíma. Slíkar tölvur notast við nýstárlegar aðferðir við kælingu, samhliða vinnsluferla, mikinn fjölda örgjörva og sérsniðin stýrikerfi sem notast við dreifvinnslu eða margsamhliða vinnslu í miðstýrðu kerfi.

Í seinni tíð hafa kínverjar tekið fram úr bandaríkjunum og eigi t.d. öflugustu tölvuna 2017 eftir eigin hönnun.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.