Fara í innihald

Ský

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bólstraský í góðu veðri

Ský er sýnilegur massi samþjappaðs vatns eða ískristalla í andrúmsloftinu á Jörðinni eða annarri reikistjörnu. Þau endurvarpa öllum sýnilegum bylgjulengdum ljóss og eru því hvít, en geta virðst grá eða jafnvel svört ef þau eru það þykk að ljós nær ekki í gegnum þau. Vatnsdropar í skýjum eru að jafnaði 0,01 mm í þvermál og verða því sýnilegir þegar þeir safnast saman og mynda ský.

Ský á öðrum reikistjörnum en Jörðinni eru oft úr öðrum efnum en vatni (t.d. metani) en það fer þó eftir umhverfisaðstæðum.

Skýjamyndun

[breyta | breyta frumkóða]

Ský myndast þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu myndast þá litlir vatnsdropar og ískristallar. Þetta gerist einkum á tvennskonar hátt:

1. Loftið kólnar og mettast. Þetta gerist þegar loftið kemur í tæri við kalt yfirborð eða yfirborð sem hefur kólnað af geislum. Auk þess getur loft kólnað vegna þess að það stígur. Fyrir því eru þrjár ástæður:

  • Loftið þarf að rísa yfir hlý- eða köld skil
  • Þar sem köldu lofti blæs yfir fjöll neyðist rakt loft til að rísa
  • Vegna lóðstreymis sem leiðir til upphitunar yfirborðs jarðar (hlýnun yfir daginn)

2. Hitastig loftsins breytist ekki heldur tekur til sín meiri raka og mettast þannig.

Ský eru þung. Vatnið í venjulegu skýi getur vegað mörg milljón tonn en þar sem rúmmálið er líka mikið reynist nettó þéttleiki vatnsgufunnar það lítill að loftstreymi yfir og undir skýjunum getur haldið þeim uppi. Flest ský myndast þegar vatnsgufa þéttist í kringum þéttimiðju sem ýmist getur verið reykur, gas, aska eða salt. Í yfirmettuðum tilvikum geta vatnsdropar einnig virkað sem þéttimiðja. Flugslóðar eru dæmi um manngerð ský, sem myndast út útblæstri þotuhreyfla.

Gerðir skýja

[breyta | breyta frumkóða]

Ský skiptast í háský, miðský, lágský og háreist ský.

Skýringarmynd yfir gerðir skýja

Háský eru í 6-12 km hæð, til þeirra teljast:

Miðský eru í 2-6 km hæð, til þeirra teljast:

Lágský eru í 0-2 km hæð, til þeirra teljast:

Háreist ský

[breyta | breyta frumkóða]

Háreist ský eru í 0-12 km hæð, til þeirra teljast:

Ský ofan veðrahvolfs

[breyta | breyta frumkóða]

Önnur ský

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Ský“. Sótt 26. júlí 2008.
  • „Fróðleikur um veður“. Sótt 24. ágúst 2008.


  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.