Klósigar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Klósigar
Klósigar
Klósigar
SkammstöfunKs
ÆttkvíslKlósigar
Hæðfyrir ofan 7000 m
Gerð skýjaHáský (Í mikilli hæð)
Útlitaflöng og grisjótt
Úrkomaskýjaslæða

Klósigar (latína: Cirrus) eru ein gerð háskýja sem tilheyra blikum. Þau mynda bönd seða fjaðurlaga rákir sem stundum bogna upp í annan endann. Þau eru samansett úr ískristöllum sem myndast í yfir 7 kílómetra hæð og eru, vegna þess hve hátt þau liggja, fyrstu skýin sem roðna við sólarupprás. Þegar þau eru bogin upp í annan endann nefnast þau vatnsklær. Þessi ský myndast við hægt hitauppstreymi (um 0,3m/s) og við skil loftmassa eða í kjölfar rigningar eða þrumuveðurs. Þegar á himnum myndast klósigar segja menn: Hann hrísar loftið.

Í Veðurfræði Eyfellings eftir Þórð Tómasson segir:

Klósigi heitir aflöng, grisjótt skýjabreiða hátt á himni, venjulega um þvert loft. Stefna hans bendir til vindáttar. Ekki voru allir vísir þess undir hvorum enda klósigans áttin yrði.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Ský“. Sótt 30. maí 2007.
  • Veður og umhverfi, bls. 32-33, Unnur Ólafsdóttir þýddi, Mál og menning / Edda útgáfa hf. Reykjavík.
The Earth seen from Apollo 17 trsp back.jpg  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist