Mistur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mistur í grennd við verksmiðju í Evrópu.

Mistur er veðurfyrirbæri sem er þannig að þurrar og örsmáar rykagnir eru lofti og draga úr skyggni, sveipa hulu um landið og deyfa litbrigði. Þokumóða og þokuloft er ákveðin gerð af mistri, sem stafar af örsmáum vatnsdropum í stað rykagna. Mistur er bláleitt ef horft er á það á móti dökkum bakgrunni (fjallablámi) en gulleitt ef það ber við ljósari bakgrunn eða sól. Þokumóða eða þokuloft er hins vegar alltaf gráleit.

Mistur á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Mistur á Íslandi getur stafað af moldroki úr söndum. Það er gulleitt eða brúnleitt ef það er mikið. Mistur getur einnig komið hingað frá Evrópu og er það ýmist iðnaðar- eða gróðureldamistur. Hvítleitt saltmistur liggur oft yfir landi í miklum og þurrum vestanstormum. Mistur myndast einnig í eldgosum. Mikið mistur fylgdi Kröflueldum í júlí 1980.

Frægasta mistur Íslandssögunnar er móðan í Móðuharðindunum. Hún kom fram í veðurathugunum Rasmusar Lievogs stjörnuskoðara í Lambhúsum við Bessastaði. Mistrið frá Skaftáreldum náði um allt norðurhvel jarðar og er talið að þess hafi einnig gætt á suðurhveli haustið 1784.

Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 gerir oft mikið öskumistur á Suðurlandi vegna fokösku.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist