Fara í innihald

Glitský

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Glitský
Glitský í Noregi
Glitský í Noregi
SkammstöfunGs
Hæð15.000-20.000 m
Gerð skýjaAnnað
ÚtlitBjört litbrigði
Úrkomanei

Glitský (einnig perlumóðurský, ísaský eða gyllinský[1]) eru marglit ský ofan heiðhvolfs í 15-30 km hæð.[2]

Myndun glitskýja

[breyta | breyta frumkóða]

Undir hefðbundnum aðstæðum myndast ekki ský í heiðhvolfinu. En sé fjallgarður til staðar þrýstist raki úr veðrahvolfi upp í heiðhvolfið. Lágt hitastig heiðhvolfsins þéttir rakann í ískristalla og ásamt saltpétursýru mynda þau glitský.[3] Skýjin verða til í hitastiginu -70 til -90 gráður á celsíus. Litir þess myndast þegar sólarljósið beygist í kristöllum þess.[2] Nokkrar tegundir glitskýja eru til:

  • Gerð Ia er samansett úr stórum kúlulega ögnum sem samanstanda af Saltpétursýru hýdrötum.
  • Gerð Ib er samansett af litlum kúlulega ögnum sem samanstendur af lausn brennisteinsýru og saltpétursýru.
  • Gerð II er gerð úr ísvatni og sést mjög sjaldan á norðurslóðum[4]