Fara í innihald

Sauli Niinistö

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sauli Niinistö
Forseti Finnlands
Í embætti
1. mars 2012 – 1. mars 2024
ForsætisráðherraJyrki Katainen
Alexander Stubb
Juha Sipilä
Antti Rinne
Sanna Marin
Petteri Orpo
ForveriTarja Halonen
EftirmaðurAlexander Stubb
Persónulegar upplýsingar
Fæddur24. ágúst 1948 (1948-08-24) (75 ára)
Salo, Finnlandi
ÞjóðerniFinnskur
StjórnmálaflokkurSamstöðuflokkurinn
MakiMarja-Leena Alanko (g. 1974; d. 1995), Jenni Haukio (g. 2009)
Börn3
HáskóliHáskólinn í Turku
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Sauli Väinämö Niinistö (f. 24. ágúst 1948) er finnskur stjórnmálamaður, lögfræðingur og bankamaður sem var forseti Finnlands frá árinu 2012 til ársins 2024.

Niinistö vann sigur í annarri umferð finnsku forsetakosninganna árið 2012 með 62,6% atkvæða gegn græningjanum Pekka Haavisto. Niinistö er meðlimur í finnska Samstöðuflokknum og var árið 2012 fyrsti forseti Finnlands úr röðum íhaldsmanna í um þrjátíu ár.[1] Niinistö er hlynntur frekari samruna við Evrópusambandið og hafði fyrir forsetatíð sína verið fjármálaráðherra Finnlands frá 1996 til 2003.[2] Hann hafði einnig verið dómsmálaráðherra og forseti finnska þingsins.[3]

Niinistö var endurkjörinn þann 28. janúar 2018 í fyrstu umferð kosninga með um 60% atkvæða. Hann bauð sig fram til endurkjörs óháður stjórnmálaflokkum. Honum hafði meðal annars verið hrósað fyrir að halda jafnvægi í samskiptum Finna við Rússland á sama tíma og aukin spenna er komin upp milli Rússlands og vesturlanda.[4] Niinistö tók þann 16. júlí á móti Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladímír Pútín Rússlandsforseta á leiðtogafundi þeirra í Helsinki.

Upp frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 hefur Niinistö opinberlega verið fylgjandi því að Finnland gerist aðili að Atlantshafsbandalaginu.[5] Finnland gekk í NATO í forsetatíð hans árið 2023.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Sauli Niinistö verður næsti forseti Finnlands“. Landpósturinn. 5. febrúar 2012. Sótt 11. júlí 2018.
  2. „Sauli Niinistö kosinn forseti Finna“. RÚV. 5. febrúar 2012. Sótt 11. júlí 2018.
  3. „Niinistö sækist eftir endurkjöri“. Vísir. 29. maí 2017. Sótt 11. júlí 2018.
  4. „Ni­inisto end­ur­kjör­inn for­seti Finn­lands“. mbl.is. 28. janúar 2018. Sótt 11. júlí 2018.
  5. Hallgrímur Indriðason (14. maí 2022). „Forseti Finnlands ræðir NATO-umsókn við Pútín“. RÚV. Sótt 14. maí 2022.
  6. „Finnland gengið inn í NATO“. mbl.is. 4. apríl 2023. Sótt 11. mars 2024.


Fyrirrennari:
Tarja Halonen
Forseti Finnlands
(1. mars 20121. mars 2024)
Eftirmaður:
Alexander Stubb


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Finnlandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.