Akkalasamíska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Akkalasamíska er útdautt finnsk-úgrískt tungumál sem var talað í Kólaskaga, í Rússlandi.

Kyrillíska stafrófið var notað í þessu samíska máli, eins og í tersamísku og kildinsamísku.

Það dó út þann 29. desember 2003 þegar síðasti mælandi þess, Maria Sergina, lést. Það tungumál sem er næst Akkalasamísku er skoltsamíska.