Fara í innihald

Salomon Perel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sally Perel)
Salomon Perel
Salomon Perel fyrir framan ráðhúsið í Oberhausen
Fæddur21. apríl 1925 (1925-04-21) (99 ára)
Dáinn2. febrúar 2023 (97 ára)
Nálægt Tel Avív, Ísrael

Salomon Perel (fæddur 21. apríl 1925 í Peine í Þýskalandi; látinn 2. febrúar 2023 nálægt Tel Avív í Ísrael)[1], oft kallaður Sally Perel, einnig þekktur undir nöfnunum Shlomo Perel eða Solomon Perel (og á tímum einræðis nasista í Þýskalandi sem Josef Perjell) var ísraelskur höfundur af þýskum uppruna. Sem meðlimur Hitlersæskunnar tókst honum að fela að hann væri gyðingur og lifa af einræði nasista í Þýskalandi. Gerð var kvikmynd eftir sjálfsævisögu hans Ich war Hitlerjunge Salomon árið 1990 og er titill hennar Europa Europa. Fram til dauðadags heimsótti Perel skóla og fjallaði um líf sitt við nemendur.

Líf á tímum einræði nasista í Þýskalandi

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar NSDAP komst til valda jókst mismunun gegn gyðingum í Þýskalandi verulega. Eftir að skóbúð fjölskyldu hans Perel í Peine var lögð í rúst af nasistum flutti Perel fjölskyldan til Łódź í Póllandi 1935 eða 1936.

Eftir innrás Þjóðverja í Pólland 1939 og síðar skiptingu Póllands á milli Þriðja ríkisins og Sovétríkjanna, flúði Salomon Perel til sovéska hluta Póllands.

Þegar hann skildi við foreldra sína, sagði móðir hans við hann eftirfarandi orð:

Þú skalt lifa!

Sjálfur túlkaði hann þessi orð sem skipun um að lifa lífi sínu. Þessi hugsun hjálpaði honum síðar að taka ákvarðanir og eins og til dæmis að afneita að hann væri af gyðingaættum, svo sem með því að gefa upp annað nafn (Josef Perjell).

Í stríði Þriðja ríkisins gegn Sovétríkjunum var Perel tekinn af Wehrmacht (her Þriðja ríkisins). Hann gat gefið sig út fyrir að vera Volksdeutscher (Þjóðverji sem býr utan Þýskalands) og falið uppruna sinn sem gyðingur. Í kjölfarið starfaði hann sem þýsk-rússneskur þýðandi fyrir Wehrmacht, frá júlí 1941 til um desember 1941 í njósnadeild 2 í 12. herdeild og síðan í Herbirgðastöð 722 í Reval.[2] Hann kallaði sig Josef Perjell;[3] gælunafn hans var Jupp.[2]

Félagi hans í fremstu víglínu uppgötvaði umskurðinn hjá Salomon Perel. Þegar hann áttaði sig á því að Perel væri gyðingur, fullvissaði félaginn Perel um að hann myndi ekki svíkja hann og vinátta myndaðist. Eftir að hafa verið í Wehrmacht í tvö ár var hann fluttur aftur til Þýskalands. Liðsforinginn Von Münchow vildi ættleiða Perel og sá til þess að Salomon Perel færi í heimavistarskóla Hitlersæskunnur í Brúnsvík (Reichsakademie für Jugendführung der Hitlerjugend) þar til skömmu fyrir stríðslok. Vegna stöðugrar viðveru þjóðernissósíalisma í Hitlersæskunni sagðist Perel byrjaður að samsama sig þessa hugmyndafræði. Í heimavistarskólanum greindi kennari í kynþáttafræði hann sem meðlim „aríska Eystrasalts-Austurkynsins“ en ekki sem gyðing. Perel þurfti stöðugt að fela umskurð sinn til að forðast að upp um hann kæmist. Frá 1943 lauk hann námi sem verkfærasmiður hjá Volkswagen í Brúnsvík. Í stríðslok gerðist hann aftur hermaður í Volkssturm. Hann var handtekinn af bandaríska hernum og sleppt stuttu síðar.[4]

Líf eftir seinni heimsstyrjöldina

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir utan bræður hans Isaak og David, sem báðir fluttu til Ísraels, lifði enginn af Perel fjölskyldunni helförina af, systur og foreldrar hans Perel fórust. Eftir þennan tíma flutti Perel til Ísraels árið 1948 vegna þess að hann vildi hjálpa til við að byggja uppp gyðingaríkið.[4] Það tók hann 40 ár að sætta sig við það sem hann hafði upplifað áður en hann ákvað loks, eftir hjartaaðgerð árið 1985, að skrifa bók með sögu sinni.[5] Perel skrifaði bókina á þýsku. Hann sagði gerði að hann gerði því að Jupp „vildi komast út úr honum“.[6] Bókin kom út árið 1990 sem Europa, Europa á frönsku, árið 1991 á hebresku sem קוראים לי שלמה פרל Kor'im li Schlomo Perel (Ég heiti Schlomo Perel) og árið eftir undir titlinum Ich war Hitlerjunge Salomon (Ég var Hitlersstrákur Salomon) á þýsku.[7] Bókin var gerð að kvikmynd af Agnieszka Holland árið 1990 undir titlinum Hitlerjunge Salomon á þýsku og undir titlinum Europa, Europa á ensku, frönsku og pólsku. Salomon Perel hélt áfram að búa í Ísrael.

Síðan 1990 fór Perel fer um Þýskaland til þess að halda fyrirlestra, oftast um tvisvar á ári. Einkum var honum boðið á fyrirlestra í skólum til að segja yngri kynslóðum frá reynslu sinni á tímum einræði nasista í Þýskalandi. Árið 2018 varaði hann við hægrifærslu í Þýskalandi í ljósi eflingar öfgahægriflokksins AfD.[8]

Perel var giftur frá árinu 1959. Hjónin eignuðust tvo syni.[4] Þann 2. febrúar 2023 lést Salomon Perel í Ísrael, 97 ára að aldri.[1]

Salomon Perel með heiðurshring borgarinnar Oberhausen.
  • 1999 fékk Perel orða Sambandslýðveldisins Þýskaland, Bundesverdienstkreuz.[9]
  • Borgarráðið í Peine, heimabæ hans Salomon Perel, veitti honum heiðurshringinn 15. júní 2000.[10]
  • Þann 15. febrúar 2016 veitti borgin Oberhausen Salomon Perel heiðurshringinn.[11]
  • Frá skólaárinu 2018/2019 hefur fjölbrautarskóli í Braunschweig-Volkmarode verið kallaður Sally-Perel-Gesamtschule.[12]
  • Síðan skólaárinu 2019/2020 ber framhaldsskólinn í Meinersen nafnið Sally-Perel-Realschule Meinersen.[13]
  • Salomon Perel varð heiðursborgari Brúnsvíkar þann 26. águst 2020.[14]
  • Þann 22. apríl 2022 var grunnskólinn Wallschule í Peine endurnefnt í VGS Wallschule Sally Perel Peine honum til heiðurs. Hann lét festa skilaboðin á inngangsdyr skólans: „Þú berð enga ábyrgð. En þú berð ábyrgð á því að það gerist aldrei aftur.[14]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 "Hitlerjunge Salomon": Sally Perel mit 97 Jahren gestorben“. NDR.de (þýska). Norddeutscher Rundfunk. Sótt 22. nóvember 2023.
  2. 2,0 2,1 Perel, Sally (2021). Ich war Hitlerjunge Salomon. Þýðing eftir Restorf, Brigitta (Erweiterte Neuausgabe. útgáfa). München: Heyne Verlag. ISBN 978-3-453-53483-4.
  3. Mynd af „Stammblatt, sótt þann 22. nóvember 2023.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Sally Perel – „Hitlerjunge Salomon" feiert 95. Geburtstag“. Volkswagen Newsroom (þýska). Volkswagen AG. 17. apríl 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2020.
  5. Pokorra-Brockschmidt, Marion (12. september 2005). „Du sollst leben" / Sally Perel überlebte den Holocaust als "jüdischer Junge unter Todfeinden". Gütersloher Zeitung. Sótt 22. nóvember 2023.
  6. Musall, Bettina; von Festenberg, Nikolaus; Perel, Salomon (15. mars 1992). „»Die Tränen flossen nach innen«“. Der Spiegel (þýska). ISSN 2195-1349. Sótt 22. nóvember 2023.
  7. Listi yfir bækurnar hans Salomon „Sally“ Perel í „Die Deutschen Nationalbibliothek (DNB)“. Sótt 22. nóvember 2023.
  8. Stephan, Felix (3. febrúar 2023). „Sally Perel ist tot: "Hitlerjunge Salomon" wurde 97 Jahre alt“. Süddeutsche.de (þýska). Sótt 22. nóvember 2023.
  9. „Zum Tod von Sally Perel: "Botschafter für Frieden und Versöhnung". NDR.de (þýska). Norddeutscher Rundfunk. Sótt 23. nóvember 2023.
  10. „Volkswagen trauert um Sally Perel“. Volkswagen Newsroom (þýska). Volkswagen AG. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2023. Sótt 27. nóvember 2023.
  11. „Holocaust-Überlebender: Oberhausen trauert um Ehrenring-Träger Sally Perel“. oberhausen.de (þýska). Stadt Oberhausen. Sótt 27. nóvember 2023.
  12. „IGS Volkmarode wird zu "Sally-Perel-Gesamtschule". regionalHeute.de (þýska). 20. apríl 2018. Sótt 25. nóvember 2023.
  13. „Wer ist Sally Perel?“. rs-meinersen.de. Sótt 25. nóvember 2023.
  14. 14,0 14,1 „Grundschule nach Holocaust-Überlebendem Sally Perel benannt“. NDR.de (þýska). Norddeutscher Rundfunk. Sótt 25. nóvember 2023.