Sóbek

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lágmynd af Sóbek í Kom Ombo.

Sóbek (fornegypska: sbk Sebek; forngríska: Σοῦχος Súkos) var Nílarguð í fornegypskum trúarbrögðum. Hann var bæði sköpunarguð (sem sá fyrsti sem skreið upp úr frumvötnunum við sköpun heimsins) og frjósemisguð. Hann er sýndur sem krókódíll eða maður með krókódílshöfuð. Dýrkun Sóbeks var mest áberandi í borginni Krókódílópólis í Neðra Egyptalandi þar sem nú er borgin Fajúm suðvestur af hinni fornu Memfis.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]