Fara í innihald

Heka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lágmynd af Heka úr hofi Knúms í Esna

Heka (fornegypska: Ḥkȝ; líka umritað Hike) var guð töfra og lækninga í fornegypskum trúarbrögðum. Nafnið merkir bókstaflega virkjun ka (sem var persónuleikahluti sálarinnar). Hann var stundum sagður sonur sköpunarguðsins Atúms og stundum Knúms sem skapaði annan hluta sálarinnar, ba. Ef hann var sonur Knúm var móðir hans Menhit.

Heka var einn af fjórum hlutum fornegypskrar lækningalistar, frumsköpunarkrafturinn sem ásamt helgisiðum og töfraformúlum úr helgum bókum auk meðala áttu að lækna sjúkdóma.