Fara í innihald

Anúket

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Anúket á báti

Anúket (fornegypska: ˁnkt) var gyðja Nílar í Elefantínu og öðrum stöðum ofarlega í fljótinu og í Núbíu. Hof hennar stóð á eyjunni Seheil í hinni fornu Núbíu. Hún var sýnd sem kona með fjaðrahatt á höfði. Hún var hluti af guðaþrenningu með Knúm og Satis. Hugsanlega hefur hún verið dóttir þeirra eða önnur eiginkona Knúm.

Á Elefantínu var skrúðganga til heiðurs Anúket haldin í fyrsta mánuði uppskerutíðarinnar, Semu. Við lok Semu þegar fljótið fer aftur að vaxa héldu Egyptar Anúkethátíð og köstuðu verðmætum gjöfum í ána til að þakka fyrir vatnið.