Egypsku guðirnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fornegypskir guðir)
Styttur af egypskum guðum

Egypsku guðirnir eru þeir guðir sem Forn-Egyptar tilbáðu. Mikilvægast í trúarbrögðunum voru guðirnir sjálfir og konungurinn. Konungurinn var milliliður milli manna og guða, hann tók þátt í heimi guðanna og lét byggja mikil trúarleg mannvirki fyrir líf sitt eftir dauðann. Guðirnir sjálfir eru þekktir fyrir form sín, en þeir tóku form m.a. dýra eða manna með dýrshöfuð. Helstu guðirnir voru sólarguðinn, ásamt Ósíris, sem var konungur undirheimanna. Miðpunktur alheimsins var Egyptaland og í kringum það var ringulreið. Hlutverk manna og guða var að halda henni í skefjum.

Persónuleikar guðanna voru ekki vel skilgreindir, en flestir höfðu einhverja aðal tengingu við umheiminn, svo sem Ósíris við undirheima. Það var mikil skörun í hlutverkum þeirra. Fyrir hvern guð var ákveðin trúarregla og hver trúarregla hafði rætur sínar á ákveðnum stað. Þessi trúarbrögð voru góð fyrir það að löggilda völd konunga og efri stétta, þar sem hlutverk þeirra var að sporna á móti óreglu og ringulreið.[1]

Ósíris[breyta | breyta frumkóða]

Ósíris

Ósíris var einnig þekktur sem Usir.[2] Foreldrar Ósiris, sem var upphaflega guð gróðurs, voru Nut og Geb. Systkini Ósiris voru Set, Ísis og Nephthys.[3] Síðar meir varð Ósiris guð hinna dauðu. Ósiris tók við af föður sínum sem konungur Egypta og varð systir hans, Ísis, drottning hans. Eftir að Ósiris hafði siðmenntað Egypta hélt hann í för um heiminn og gerði slíkt við sama við önnur lönd heimsins. Eftir þessa för hans snéri hann til baka til Egyptalands. Ósiris var vinsæll eftir þessa reisu sína. Auk þess voru margar veislur haldnar til heiðurs Ósiris eftir förina. Set, bróðir Ósiris varð öfundsjúkur út í hann og olli dauða hans en til eru ýmsar sögur hvernig Set á að hafa drepið hann. Ekki var Ósiris þó allur. Ísis, eignkona hans og systur, reisti hann upp frá dauðum. Þá og þegar ákvað Ósiris að drottna yfir þeim dauðu í undirheimum.[4]

Ísis[breyta | breyta frumkóða]

Ísis

Ísis var einnig þekkt sem Aset eða Eset og nafn hennar þýðir hásæti. Form hennar var falleg kona í kjól og með híróglyfíska merki hásætis á höfðinu eða sólskífu og kúahorn. Stundum var form hennar sporðdreki, fugl eða kú. Í byrjun var trúarregla hennar kraftlítil og ekki vel þekkt en stækkaði með tímanum. Hlutverk hennar voru mörg. Þau helstu voru helgisiðir sem tengdust dauða. Hún læknaði veika með töfrum, lífgaði dauða við, hjálpaði þeim og var fyrirmynd fyrir móðurhlutverkið. Hún var eitt af fimm börnum Gebs, sem var guð jarðar og Nut sem var gyðja loftsins. Hún giftist bróður sínum Ósírisi og eignaðist með honum guðinn Hórus. Hún var Ósírisi góð eiginkona og kenndi konum Egyptalands að vefja, baka og gera bjór. [5]

Hórus[breyta | breyta frumkóða]

Hórus

Harsiesis er annað nafn sem Hórus var þekktur undir en Harsiesis er notað til aðgreiningar frá öðrum Hórusum í egypskum trúarbrögðum. Hórus var guð himinsins og voru sól og máni augu Hórusar. Eftir að Ósiris fór að ríkja yfir þeim dauðu í undirheimum, þá fæddist Hórus [6]Hathor var eiginkona hans og var Hórus bróðir hans Set. Ósiris og Ísis urðu síðar foreldrar Hórusar. Hórus átti að hefna föður síns, Ósiris. Hann þurfti því að mæta bróður sínum, Set, í orrustu. Hórus bar sigurorðið af Set. Set varð að bíta í það súra epli að vera aðeins guð villimanna á meðan Hórus var gerður að konungi jarðar. Hórus þekkist á því að hann er með fálkahöfuð [7]

Set[breyta | breyta frumkóða]

Set var einnig þekktur sem Setehk, Setesh eða Seth. Han var í formi hunds en það var samblanda margra mismunandi dýra. Hann var upprunnalega guð himins, eyðimerkunnar, ringulreiðar og stríðs. Hann táknaði ringulreið sem þurfti að vera til staðar í heiminum. Hann var aðalguð Hyksosmanna og þeir tilbáðu hann í höfuðborg sinni, Avaris. Set var bróðir Ósíris og Ísis og var þekktur fyrir að skapa vandræði. Hann myrti Ósíris með því að plata hann til þess að stíga ofan í kistu sem hann hafði smíðað fyrir hann og læsti hann þar inni. Svo kastaði hann kistunni út í á. Sonur Ósíris, Hórus, barðist svo við Set fyrir yfirráð á Egyptalandi.

Anúbis[breyta | breyta frumkóða]

Anubis

Anúbis var einnig þekktur sem Anpu. Form hans var sjakali. Hann var guð hinna dauðu en hann vék fyrir Ósíris þegar hann varð að guði undirheimanna. Hann er sagður hafa fundið upp tæknina til að smyrja lík og fyrsta líkið sem hann smurði var lík Ósíris. Hann var oft tengdur við gríska guðinn Hermes.[8] Í Helgiathöfnum hafði Anúbis þrjú mikilvæg hlutverk. Hann var verndari borga hinna dauðu, Þar er hann í formi sjakala. Hann er guð líkamans á meðan og eftir smurningu stendur, hann undirbýr líkamann fyrir för sína til undirheima og að lokum verndar hann múmíuna í grafhýsi hennar. Algengt er að sjá líkneski Anúbis í grafhýsum Egypta.[9]

Ra[breyta | breyta frumkóða]

Ra gengur líka undir nafninu Re[10]Sólguð Egypta fékk fleiri en eitt heiti en líklega er nafnið Ra það elsta. Ra er einnig algengasta nafnið[11] Um uppruna og fæðingu Ra eru til fleiri en ein skýring. Hins vegar trúðu Egyptar því að sólguðinn fæddist á hverjum degi. Á næturnar barðist Ra við Apep og morguninn eftir var Ra aftur fæddur. Fyrstu mannverurnar eru sagðar hafa orðið til úr tárum Ra. Ra brast í grát þegar hann fann börnin sín aftur eftir að þau höfðu farið að kanna heiminn. Þessi afkvæmi hans voru Tefnut, gyðja rakans, og Shu, guð loftsins. Hann var talinn geta komið á röð og reglu í óreiðunni og var það meðal annars til þess að faraóarnir nefndu sig “Syni Ra”. Ra er vanalega sýndur sem fálki sem ber á höfði sér sólardisk.[12]

Þoþ[breyta | breyta frumkóða]

Þoþ var guð tunglsins ásamt því að vera guð þekkingar og skriftar. Mismunandi sögur eru til um uppruna og fæðingu Þoþ. Ein segir að af höfði Set hafði hann sprungið frá en hann er stundum sagður vera elsti sonur sólarguðsins Ra. Þegar Ísis var að ala Hórus upp á hann Þoþ að hafa hjálpað til við uppeldið á Hórusi. Þoþ fór upp til himinsins og var tunglið en á undan því var konungur Egypta í yfir 3.000 ár. Hórus var forveri Þoþ sem konungur Egypta.[13] Þoþ þekkist á því að hann var með höfuð íbis en Þoþ var einnig göldróttur.[14]

Amon[breyta | breyta frumkóða]

Sólguðinn í borginni Þebu nefndist Amon og var hann æðsti guð alls landsins þegar Þeba var höfuðborg Egyptalands.[15] Sólguðinn og Amon runnu saman í einn og urðu þekktir undir nafninu Amon-Ra. Þrátt fyrir það hélt Ra áfram að vera aðgeindur frá þeim. Þrátt fyriir mikla tilbeiðslu og vinsæld var trú á Amon bönnuð á tímabili. Þar var að verki konungurinn Aknaton en hann boðaði trú á sólguðinn Aton.[16]

Pta[breyta | breyta frumkóða]

Pta var guð sköpunnar. Hann birtist í formi múmíu með beint falskt skegg og hjálm. Hann var verndari smiða og allra þeirra sem skapa. Hann er oft tengdur gríska guðinum Hephaestus og rómverska guðinum Vúlcan sem voru guðlegir járnsmiðir. Trúarregla hans byrjaði í höfuðborginni Memfis og þökk sé mikilvægi borgarinnar breiddist trúarreglan um allt Egyptaland.[17]

Haþor[breyta | breyta frumkóða]

Haþor var gyðja himins, frjósemis, ástar og kvenna. Nafnið Haþor þýðir eign Hórusar en það er ekki endilega upprunalegt nafn hennar. Dýrið sem tengist henni mest er kú. Hún var talin dóttir Ra. Í borginni Dandarah í Efri-Egyptalandi var hún tilbeðin ásamt Hórusi.[18] Haþor átti sér aðra hlið sem gyðja drykkju sem var ekki eins góðviljug og Haþor sjálf, en hún hét Sekhmet. Ra var eitt skipti ósáttur við mannkyn og skipaði Sekhmet að útrýma því. Eftir að hún hafði slátrað stórum hluta mannkyns skipti Ra um skoðun og skipaði Sekhmet að hætta, en hún gerði það ekki. Þá lét Ra brugga bjór sem var rauður eins og blóð á litinn svo Sekhmet héldi að allt mannkyn væri dautt og bjórinn væri blóð þess, hún drakk það og varð svo full að hún rotaðist í 3 daga og hafði þá gleymt áformum sínum um að útrýma mannkyni.[19]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Baines, John R. og Dorman, Peter F, "egyptian religion", Britannica, 12.02.2014
 2. Lockhart, Aaron, "Osiris", Britannica, 12.02.2014
 3. Comte, Fernand, The wordsworth dictionary of mythology, Þýdd úr frönsku af Alison Goring,W&R Chambers Ltd,(Edinborg,1991) bls 153.
 4. Cotterell, Arthur og Storm, Rachel ,The ultimate encyclopedia of mythology. Gray, Emma ritstýrði, Lorenz Books(London,1999) Bls 307
 5. Tildesley, Joyce, "Isis", Britannica, 12.02.2014
 6. Cotterell, Arthur og Storm, Rachel ,The ultimate encyclopedia of mythology. Gray, Emma ritstýrði, Lorenz Books(London,1999) Bls 284
 7. Comte, Fernand, The wordsworth dictionary of mythology, Þýdd úr frönsku af Alison Goring,W&R Chambers Ltd,(Edinborg,1991) bls 106.
 8. Etheredge,Laura og Lotha, Gloria, "Anubis", Britannica, 12.02.2014
 9. Andra, Elena, "The Theriomorphism of Anubis. His Etymology, Mythological Attendances and Religious Manifestations. The perceptions External of Egypt and Subsequent Religious Assessments. "[óvirkur tengill], Ebsco, 12.02.2014
 10. Chopra,Swati o.fl. "Re", Britannica, 12.02.2014
 11. Sigurbjörn Einarsson, Trúarbrögð mannkyns. Skálholtsútgáfan, útgáfufélag kirkjunnar. (Reykjavík, 1994)bls 46.
 12. Storm, Rachel, The Encyclopedia of Eastern Mythology, Lorenz Books(London,1999) bls 65
 13. Cotterell, Arthur og Storm, Rachel ,The ultimate encyclopedia of mythology. Gray, Emma ritstýrði, Lorenz Books(London,1999) Bls 325
 14. Cotterell, Arthur og Storm, Rachel ,The ultimate encyclopedia of mythology. Gray, Emma ritstýrði, Lorenz Books(London,1999) Bls 209
 15. Sigurbjörn Einarsson, Trúarbrögð mannkyns. Skálholtsútgáfan, útgáfufélag kirkjunnar. (Reykjavík, 1994)bls 47.
 16. Storm, Rachel, The Encyclopedia of Eastern Mythology, Lorenz Books(London,1999) bls 17
 17. Etheredge, Laura, "Ptah", Britannica, 12.02.2014
 18. Etheredge,Laura og fleiri, "Hathor", Britannica, 12.02.2014
 19. Hussein, Angela Murock, "Osiris of Bread and Beer."[óvirkur tengill], Ebsco, 12.02.2014