Fara í innihald

Hliðabókin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjórir kynþættir manna úr gröf Seti 1.: Líbýumaður, Núbíumaður, Asíumaður (Sýrlendingur) og Egypti

Hliðabókin er fornegypskur graftexti frá tímum Nýja ríkisins. Hann segir frá för sálar nýlátins manns inn í næsta heim sem samsvarar för sólarinnar gegnum undirheima að nóttu til. Í þessari ferð fer sálin í gegnum tólf hlið sem samsvara tólf stundum næturinnar. Við hvert hlið stendur gyðja sem táknar þá stjörnu sem birtist á þeirri stundu næturinnar.

Textinn kemur fyrst fyrir á tíma átjándu konungsættarinnar og var skrifaður í heild sinni á veggi grafhýsa. Hlutar textans koma stundum fyrir á trékistum. Frægasti hluti hans nú er kafli þar sem segir frá kynþáttum manna sem Forn-Egyptar skiptu í innfædda Egypta, Asíumenn, Líbýumenn og Núbíumenn