Fara í innihald

Bólga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Exem er dæmi um sjúkdóm sem orsakast af of mikilli bólgu.

Bólga er ónæmisviðbragð við líkamslegum skaða, sýkli eða ertandi efni. Bólga ver vefi líkamans með því að einangra skemmda vefi og koma í veg fyrir að frekari vefjaskemmdir eigi sér stað, að vinna á móti orsök bólgunnar, að hreinsa upp dauðar frumur og loks skapa æskilegar aðstæður fyrir vefina að gróa.

Merki um bólgu eru hiti, verkir, roði og þroti. Bólga er oftast fyrsta viðbragð líkamans við skaða, ekki eins og sérhæft varnarsvar sem verkar á tiltekinn sýkil. Of lítil bólga getur valdið frekari vefjaskemmdum því þá skapast tækifæri fyrir sýkla að fjölga sér. Hins vegar getur of mikil bólga valdið sjúkdómum svo sem frjókornaofnæmi, tannvegsbólgu, fituhrörnun, liðagigt og jafnvel krabbameini. Því er mikilvægt að líkaminn haldi bólgu í jafnvægi.

Bólga getur verið einkenni sýkingar en sýking er ekki eina orsök bólgu.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.