Fara í innihald

Svefnröskun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svefnröskun er sjúkdómur þar sem sjúklingur þjást af truflunum á svefni. Svefnröskun getur haft alvarleg áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Svefnröskun eykur álag á líkamann á svipaðan hátt og kvíði eða streita.[1]

Einstaklingur sem á í erfiðleikum með að sofna eða halda sér sofandi er talinn þjást af svefnleysi. Ofsyfja er svefnvandamál þar sem einstaklingur sefur of mikið eða sofnar við óæskilegar aðstæður. Alvarlegar svefntruflanir (e. dyssomnias) einkennast af erfiðleikum við að sofna eða sofa, t.d. drómasýki, kæfisvefn og ofsyfja. Sértækar svefntruflanir (e. parasomnias) fela í sér kvilla sem lýsa sér í óæskilegri hegðun í svefni, t.d. svefnganga, næturhræðsla, svefnkippir, svefntal, martraðir, svefnlömun og hjartatruflanir.[2]

  1. „Svefnvandamál“. Sótt 26. janúar 2018.
  2. „Svefntruflanir og svefnsjúkdómar“. Sótt 26. janúar 2018.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.