Cher
Cher | |
---|---|
![]() Cher á áttunda áratuginum. | |
Upplýsingar | |
Fædd | Cherilyn Sarkisian 20. maí 1946 El Centro, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Önnur nöfn | Cheryl LaPiere Cher Bono Cherilyn Sarkisian La Piere Bono Allman |
Uppruni | ![]() |
Ár virk | 1963– |
Stefnur | Popp, dans, diskó, þjóðlagatónlist, rokk |
Útgefandi | Atco, Casablanca, Columbia, Geffen, Imperial, Kapp, MCA, Reprise, United Artists, Warner |
Vefsíða | cher.com |
![]() |
Cher (f. Cherilyn Sarkisian; 20. maí 1946) er bandarísk söngkona og leikkona. Hún hóf tónlistarferil sinn á miðju hippatímabilinu ásamt eiginmanni sínum, Sonny Bono, og myndaði með honum söngtvíeykið Sonny og Cher.[1] Á ferli sínum hefur hún náð velgengni á sviði þjóðlagatónlistar, diskótónlistar, rokktónlistar, popptónlistar og rafrænnar danstónlistar. Cher hefur jafnframt birst sem leikkona í kvikmyndum og hefur unnið til fjölda kvikmyndaverðlauna, meðal annars nokkurra Golden Globe-verðlauna og til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki árið 1988.[2][3]
Cher varð bæði vinsæl söngkona og tískutákn í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratuginum. Síðasta tónleikaferðalag hennar um heiminn, Living Proof: The Farewell Tour (2002-2005) komst í Heimsmetabók Guinness sem tekjuhæsta sýningarferðalag listakonu í sögunni.
Cher er þekkt fyrir djúpa altsöngrödd sína. Hún er eini listamaðurinn sem hefur komist að minnsta kosti einu sinni efst á vinsældalista á hverjum áratugi í Bandaríkjunum frá sjöunda áratugnum. Hún hefur selt rúmlega 100 milljónir hljómdiska á ferli sínum.[4]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Goðsögn í tónlistarheiminum“. Dagblaðið Vísir. 9. júní 2017.
- ↑ Helgi Jónsson (17. apríl 1988). „Leikkonan Cher“. Morgunblaðið. bls. 22-23.
- ↑ „Leikkonan Cher: Erfið æska setur mark á hana“. Dagblaðið Vísir. 12. nóvember 1988. bls. 69.
- ↑ Actress, music icon Cher turns 65 - The Independent/AFP, 22. maí 2011.
