Fara í innihald

Einkirningasótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bólgnir hálseitlar í einkirningasótt.
Hvít skán myndast oft á hálseitlunum.

Einkirningasótt (stundum kölluð kossasótt, Epstein-Barr sýking, eða mónónúkleósa) er veirusýking sem stafar oftast af Epstein-Barr veirunni.[1] Flestir sýkjast af veirunni sem börn og sýna þá engin eða nærri því engin einkenni. Þegar fólk sýkist sem unglingar eru einkennin öllu verri: hár hiti, mjög sár hálsbólga, stækkaðir hálseitlar, mikil þreyta, og magnleysi. Vanalega nær fólk sér á tveimur til fjórum vikum, en þreytutilfinningin getur varað svo mánuðum skiptir.[2] Miltað og lifrin geta líka orðið bólgin og í undir 1% tilfella rofnar miltað.

Einkirningasótt smitast með munnvatni, oft með kossum eða með því að drekka úr sama glasi og einhver sem er sýktur. Afar sjaldgæft er að einkirningasótt smitist með blóði eða sæði. Einkenni geta verið margar vikur að koma fram (4–7 vikur) og á þessum tíma er fólk samt smitandi. Sýkingin er mest smitandi fyrstu 6 vikurnar, en fólk getur þó verið smitandi í allt að 1½ ár.[3]

Það er hvorki til bóluefni né lækning við einkirningasótt. Koma verður í veg fyrir smit með því að sleppa því að kyssa og drekka úr sama glasi og sá sýkti. Fólk nær sér vanalega af einkirningasótt smám saman með því að drekka nógulega mikið af vatni, með mikill hvíld, og með því að taka verkjalyf eins og parasetamól og íbúprófen.

Einkirningasótt er algengust hjá ungu fólki á aldrinum 15 til 24 ára.[4] Sýkingin er það algeng að 95% af fullorðnum hefur komist í tæri við hana og myndað ónæmi, þó ekki hafi allir fengið sýkingu.[5] Aðeins 15–20% unglinga sem komast í tæri við Epstein-Barr veiruna fá einkirningasóttar-sýkingu, hlutfallið er 40% hjá fullorðnum.[6]

Epstein-Barr veiran er hluti af herpes-veirufjölskyldunni. Önnur skyld og algeng veira, stórfrumuveiran (cytomegalovirus), getur líka valdið einkirningasótt, en það er ekki jafn algengt.

Nafnið einkirningasótt vísar til þess að mikil fjölgun verður í ákveðinni gerð hvítra blóðkorna sem kallast einkjörnungar vegna þess að þeir hafa einn kringlóttan frumukjarna, flokkurinn inniheldur stórátfrumur og angafrumur.

Einkirningasótt getur leitt til langvarandi síþreytu.

Tilvitnanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hvað er einkirningasótt?“. Vísindavefurinn.
  2. „About Epstein-Barr Virus (EBV)“. CDC. 7. janúar 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2016. Sótt Aug 10, 2016.
  3. Elana Pearl Ben-Joseph. „How Long Is Mono Contagious?“. Kidshealth.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. nóvember 2016. Sótt 19. nóvember 2016. Date reviewed: January 2013
  4. Ebell, MH; Call, M; Shinholser, J; Gardner, J (12. apríl 2016). „Does This Patient Have Infectious Mononucleosis?: The Rational Clinical Examination Systematic Review“. JAMA. 315 (14): 1502–9. doi:10.1001/jama.2016.2111. PMID 27115266.
  5. Tyring, Stephen; Moore, Angela Yen; Lupi, Omar (2016). Mucocutaneous Manifestations of Viral Diseases: An Illustrated Guide to Diagnosis and Management (enska) (2. útgáfa). CRC Press. bls. 123. ISBN 9781420073133. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. september 2017.
  6. Schonbeck, John and Frey, Rebecca. The Gale Encyclopedia of Medicine. Vol. 2. 4th ed. Detroit: Gale, 2011. Online.