Séreign

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Séreign í íslenskum hjúskaparrétti er tiltekin eignarréttarleg staða eignar og eignarhluta maka í hjúskap. Þessi staða er undantekning á þeirri meginreglu í hjúskap að eignir hjóna teljist hjúskapareignir hvors um sig. Haldi einhver því fram að eign í hjúskap sé séreign ber viðkomandi sönnunarbyrðina hvað það varðar. Eignir hjóna geta verið sameignir og getur eignarhlutur hvors um sig verið séreign eða hjúskapareign, eða sitt hvort.

Eignir geta verið séreignir vegna lagafyrirmæla, ákvæða í séreignarkaupmála eða vegna kvaða frá arfleifanda í erfðaskrá, frá gefanda gjafar, eða yfirlýsingar langlífari maka í óskiptu búi að tiltekin gjöf eða arfur renni ekki í hið óskipta bú. Meginreglan er að arður af séreign verður séreign og hið sama gildir um verðmæti sem koma í hennar stað, og kallast sú regla ígildisreglan. Til að mynda ef séreign er seld verður greiðslan fyrir hana að séreign. Ef séreign er tryggð og hún verður fyrir skemmdum, myndu bæturnar vegna skemmdanna teljast séreign. Sé bætt við séreign með hjúskapareign annars hvors makans á makinn sem á ekki séreignina rétt á endurgjaldi.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.