Fara í innihald

Hjúskapareign

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hjúskapareign er sjálfgefin eignarréttarleg staða eigna og eignarhluta í hjúskap í íslenskum rétti. Meginreglan er að allar eignir hjóna sem þau koma með í búið við stofnun hjúskaparins eða síðar á meðan honum stendur, teljist hjúskapareignir þess aðila. Verðmæti sem koma í stað hjúskapareignar teljist einnig hjúskapareign og hið sama gildir um arð af þeim. Haldi einhver því fram að eign sé annað en hjúskapareign ber sá aðili sönnunarbyrðina fyrir því. Algengt er að fólk haldi ranglega að hjúskapareign merki þegar hjón eigi tiltekna eign saman, þegar rétta hugtakið í slíkum tilvikum er sameign. Staða eignar sem hjúskapareignar kemur (almennt) ekki til álita lagalega séð fyrr en skipti fara fram á búi þeirra.

Heimilt er að breyta hjúskapareign yfir í séreign með séreignarkaupmála og öfugt. Þá geta eignir einnig orðið sjálfkrafa séreignir með slíkum kaupmála, með kvöðum arfleifanda eða gefanda gjafar, eða samkvæmt sérstökum fyrirmælum í landslögum.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.